Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
   mán 10. júní 2019 13:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Burstamaðurinn fundinn - Ekki frá Íslandi
Icelandair
Mynd: Twitter.
Maðurinn sem var með uppþvottaburstann á Keflavíkurflugvelli í gær er fundinn. Tyrkir telja sig hafa fundið hann. Ekki er um Íslending að ræða, hann er frá Belgíu. Þetta kemur fram í tyrkneskum fjölmiðlum.

Í frétt Fanatik sem er eitt vinsælasta íþróttadagblaðið í Tyrklandi segir að maðurinn, sem heitir Corentin Siamang, hafi viðurkennt verknaðinn á samfélagsmiðlum. Hann hafi síðan eytt færslu sinni.

Tyrkir héldu fyrst að þetta hefði verið Íslendingur og fengu íslenskir íþróttamenn hótunarbréf.

Tyrkir eru nú þegar byrjaðir að skilja eftir skilaboð undir myndum hjá Belganum.

Ísland mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli á morgun.

Sjá einnig:
Segir að atvikið með uppþvottaburstann hafi verið rasískt



Athugasemdir
banner
banner
banner