Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   þri 11. júní 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur heimavinnuna með á EM
Lamine Yamal.
Lamine Yamal.
Mynd: Getty Images
Lamine Yamal er yngsti leikmaðurinn á Evrópumótinu í sumar en hann er aðeins 16 ára gamall.

Yamal er gríðarlega hæfileikaríkur og er líklegur til þess að spila stórt hlutverk í liði Spánar á mótinu. Hann spilar fyrir Barcelona og eru miklar væntingar gerðar til hans þar.

Yamal er enn í skóla og tók hann heimavinnuna með sér á Evrópumótið.

„Ég tók heimavinnuna með mér. Ég er í tímum á netinu og mér gengur vel. Ég vona að kennarinn verði ekki fúll út í mig," sagði Yamal við spænska fjölmiðla.

Það er nóg að gera hjá Yamal í fótboltanum en hann reynir að sinna náminu eins vel og hann getur á sama tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner