Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
Æfingamót U19 karla
föstudagur 6. september
Þjóðadeildin
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 5. september
Æfingamót U19 karla
miðvikudagur 4. september
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
mánudagur 2. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 30. október
Deildabikarinn
Brighton - Liverpool - 19:30
Aston Villa - Crystal Palace - 19:45
Man Utd - Leicester - 19:45
Newcastle - Chelsea - 19:45
Preston NE - Arsenal - 19:45
Tottenham - Man City - 20:15
Bikarkeppni
Eintracht Frankfurt 0 - 0 Gladbach
Freiburg 1 - 0 Hamburger
Hertha 1 - 0 Heidenheim
Paderborn 0 - 0 Werder
Arminia Bielefeld - Union Berlin - 19:45
Hoffenheim - Nurnberg - 19:45
Mainz - Bayern - 19:45
Dynamo Dresden - Darmstadt - 19:45
Serie A
Atalanta - Monza - 19:45
Empoli - Inter - 17:30
Juventus - Parma - 19:45
Venezia - Udinese - 17:30
Bikarkeppni
CE Europa - Albacete - 17:30
Chiclana - Osasuna - 18:00
Ciudad de Lucena - Leganes - 18:00
Las Rozas - Sevilla - 18:00
Olot - Cordoba - 18:00
Ibiza Islas Pitiusas - Gimnastic - 18:00
Xerez - Ceuta - 18:00
Beasain - Cartagena - 18:30
Bergantinos - Marbella - 18:30
Mostoles - Burgos - 18:30
Langreo - Orihuela CF - 18:30
Badalona - Huesca - 19:00
Cortes - Granada CF - 19:00
Escobedo - Ponferradina - 19:00
Laredo - Yeclano - 19:00
Lleida Esportiu - Barakaldo - 19:00
Numancia - Sporting Gijon - 19:00
Ekkert mark hefur verið skorað
Salamanca-2 - AD Alcorcon - 19:00
Sant Andreu - Mirandes - 19:00
Juventud Torremolinos - Zamora - 19:00
UD Logrones - Eibar - 19:00
Utebo - Unionstas de Salamanca - 19:00
Cacereno - Gimnastica Segoviana - 19:30
CD Coria - Elche - 19:30
Conquense - UD Ibiza - 19:30
Aguilas - Castellon - 20:00
Extremadura - Girona - 20:00
Ekkert mark hefur verið skorað
SS Reyes - Almeria - 20:00
UD San Pedro - Celta - 20:00
Atletico Paso - Eldense - 20:30
banner
fim 06.jún 2024 12:20 Mynd: Getty Images
Magazine image

Tíu ungstirni sem þú ættir að fylgjast vel með á EM í sumar

Það styttist óðum í Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Mótið hefst 14. júní næstkomandi og það klárast mánuði seinna. Að því tilefni höfum við tekið saman lista yfir tíu ungstirni sem verður virkilega gaman að fylgjast með á mótinu í sumar.

Við mælum með því að hafa augun á þessum leikmönnum næsta mánuðinn eða svo, gott fólk. Þetta eru stjörnur framtíðarinnar.

Lamine Yamal er afar spennandi.
Lamine Yamal er afar spennandi.
Mynd/Getty Images
Yamal er enn bara 16 ára en hann verður 17 ára einum degi fyrir úrslitaleikinn á EM.
Yamal er enn bara 16 ára en hann verður 17 ára einum degi fyrir úrslitaleikinn á EM.
Mynd/Getty Images
Antonio Silva er mjög svo spennandi hafsent.
Antonio Silva er mjög svo spennandi hafsent.
Mynd/Getty Images
Silva er lykilmaður hjá Benfica.
Silva er lykilmaður hjá Benfica.
Mynd/EPA
Og það er Joao Neves líka.
Og það er Joao Neves líka.
Mynd/EPA
Það er spurning hvort einhver muni borga 120 milljónir evra fyrir Neves í sumar.
Það er spurning hvort einhver muni borga 120 milljónir evra fyrir Neves í sumar.
Mynd/Getty Images
Barnastjarnan sem hefur sprungið út.
Barnastjarnan sem hefur sprungið út.
Mynd/EPA
Mun líklega spila gott hlutverk í liði Hollands í sumar.
Mun líklega spila gott hlutverk í liði Hollands í sumar.
Mynd/EPA
Þú þarft að vera frekar góður svo Diego Simeone sæki þig..
Þú þarft að vera frekar góður svo Diego Simeone sæki þig..
Mynd/EPA
Hæfileikaríkur og yfirvegaður.
Hæfileikaríkur og yfirvegaður.
Mynd/Getty Images
Mainoo átti frábært tímabil með Man Utd.
Mainoo átti frábært tímabil með Man Utd.
Mynd/Getty Images
Var maður leiksins í fyrsta landsleiknum með Englandi.
Var maður leiksins í fyrsta landsleiknum með Englandi.
Mynd/Enska fótboltasambandið
Þarf bara að vera heill.
Þarf bara að vera heill.
Mynd/Getty Images
Verður eflaust stórstjarna í framtíðinni.
Verður eflaust stórstjarna í framtíðinni.
Mynd/Getty Images
Magnað að komast í franska landsliðið svona ungur.
Magnað að komast í franska landsliðið svona ungur.
Mynd/EPA
Zaïre-Emery í leik með PSG.
Zaïre-Emery í leik með PSG.
Mynd/Getty Images
Florian Wirtz átti frábært tímabil með Bayer Leverkusen.
Florian Wirtz átti frábært tímabil með Bayer Leverkusen.
Mynd/Getty Images
Musiala og Wirtz munu elda saman í sumar.
Musiala og Wirtz munu elda saman í sumar.
Mynd/Getty Images
Sesko fagnar marki með Leipzig.
Sesko fagnar marki með Leipzig.
Mynd/EPA
Er sterklega orðaður við Arsenal.
Er sterklega orðaður við Arsenal.
Mynd/Getty Images
Lamine Yamal - Spánn
Fæddur árið 2007
Það er ekki oft sem við sjáum 16 ára leikmenn vera byrjunarliðsmenn í einu besta landsliði heims. Það hafa verið Pedri og Gavi sem hafa átt fyrirsagnirnar sem efnilegustu leikmenn Spánar en núna er komið að Lamine Yamal.

Strákur sem var lykilmaður í liði Börsunga í vetur og mun hann vera í byrjunarliði Spánar á þessu Evrópumóti. Í Barcelona er talað um hann sem arftaka Messi og menn nota þau orð ekki auðveldlega í þeirri borg. Örvfættur hægri kantmaður sem býr yfir ótrúlegri tækni og hraða. Það voru flestir sem sáu hann í Meistaradeild Evrópu en takmarkað í La Liga þannig það er kjörið tækifæri að fylgjast með þessari verðandi stórstjörnu láta til sín taka.



Antonio Silva - Portúgal
Fæddur 2003
Sá hafsent sem mun taka við keflinu af Pepe, þeim frábæra miðverði. Antonio Silva hefur verið orðaður við nánast öll stórlið heims eftir frábær tímabil í hjarta varnarinnar hjá Benfica í heimalandinu.

Gæti orðið fórnarlamb þess að Ruben Dias og Goncalo Inacio, sem er örvfættur hafsent, hafa verið að spila vel saman en þetta er engu að síður einn efnilegasti hafsent Evrópu sem á skilið að láta ljós sitt skína á stærsta sviðinu.



Joao Neves - Portúgal
Fæddur 2004
Annar leikmaður Benfica sem var nýlega orðaður við Manchester United, Arsenal og Manchester City en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum upp á 120 milljónir evra.

Þetta er miðjumaður sem er meira varnarsinnaðari en sóknarsinnaðari. Leikmaður sem hefur allt sem þarf til að verða heimsklassa miðjumaður og held ég að það sé mjög stutt í það. Ef þetta er leikmaður sem er ekki kominn á radarinn hjá þér, þá myndi ég setja hann þangað núna.



Xavi Simons - Holland
Fæddur 2003
Strákur sem margir bjuggust ekki við því að hann myndi ná á þann stað sem hann er á í dag. Var orðin barnastjarna hjá Barcelona mjög ungur með áberandi hár og héldu margir það yrði ekkert úr þessum strák - hann yrði bara barnastjarna og ekkert meira - en hann hefur heldur betur afsannað það.

Átt tvö mögnuð tímabil með PSV og Leipzig á láni frá PSG og má búast við honum í lykilhlutverki hjá Hollandi ásamt Virgil Van Dijk. Spilar framarlega á vellinum og getur galdrað hluti upp úr engu.



Arthur Vermeeren - Belgía
Fæddur 2005
Ef að Diego Simeone kaupir þig sem varnarsinnaðann miðjumann þá hlýtur að vera eitthvað í þig spunnið. Vermeeren var keyptur núna í janúar til Atletico Madrid frá Antwerpen í Belgíu, en hann var mjög nálægt því að ganga í raðir Barcelona og var ritað um að þetta væri mögulegur arftaki Sergio Busquets þar.

Spurning hvaða tækifæri hann fær með belgíska liðinu í sumar en þið munið sjá meira af þessum strák í framtíðinni, það er nokkuð ljóst.



Kobbie Mainoo - England
Fæddur 2005
Það sáu það flestir Íslendingar hversu góður Mainoo er í ensku úrvalsdeildinni núna eftir áramót. Spilaði mikið á undirbúningstímabilinu með Manchester United og átti þar meðal annars frábæran leik gegn Arsenal, en hann meiddist og var lengi frá. Þegar hann sneri aftur þá sást það fljótt hversu mikið er spunnið í Mainoo.

Hann er ótrúlega yfirvegaður miðað við aldur og sér leikinn alveg ótrúlega vel. Mainoo er óhræddur og á köflum lítur það út fyrir að blóðið renni ekki í honum. Er með frábærar sendingar og með mikla yfirsýn. Líka með góðan skotfót. Paul Scholes sagði á dögunum að Mainoo væri miklu betri en hann var nokkurn tímann á þessum aldri og það segir bara allt sem segja þarf.



Arda Guler - Tyrkland
Fæddur 2005
Búinn að eiga í miklum erfiðleikum með meiðsli eftir að hann gekk til liðs við Real Madrid en Arda Guler sýndi svo sannarlega í hvað honum býr þegar hann fékk að spila. Á aðeins 373 mínútum með Real Madrid í vetur skoraði kappinn sex mörk.

Þrátt fyrir ungan aldur á þessi litli og skemmtilegi miðjumðaur sex leiki fyrir tyrkneska A-landsliðið og hefur hann skorað í þeim eitt mark. Hann býr yfir sturluðum gæðum, en nú þarf hann bara að haldast heill og sýna það fyrir heiminum.


Warren Zaïre-Emery - Frakkland
Fæddur 2006
Að komast í þetta franska landslið þegar þú ert þetta ungur, það er bara ákveðið afrek út af fyrir sig. Þetta er bara næsti Kante eða Makelele; þessi leikmaður er að fara vera á miðju Frakka næstu 14 til 16 árin og það er bara þannig.

Átján ára leikmaður sem byrjaði 21 leik fyrir frönsku meistarana í PSG og var geggjaður þar sem hann skoraði einnig tvö mörk og lagði upp þrjú. Vona svo innilega hann verði í hlutverki í franska liðinu.



Florian Wirtz - Þýskaland
Fæddur 2003
Líkt og með Lamine Yamal er þetta leikmaður sem margir hafa aðeins séð klippur af á netinu. Nú gefst tækifærið að setjast fyrir framan sjónvarpið í sumar og fylgjast með þessum geggjaða unga miðjumanni sem var í meistaraliði Bayer Leverkusen og var hann stór þáttur í velgengni þeirra í vetur.

Hann og Musiala gætu myndað eitrað tvíeyki framarlega á vellinum á heimavelli í sumar.



Benjamin Sesko - Slóvenía
Fæddur 2003
Eins og flestir vita er þessi stóri og stæðilegi framherji sterklega orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal og það er ekki að ástæðulausu. Sesko skoraði 14 mörk fyrir Leipzig í Þýskalandi á nýliðnu tímabili og er aðeins 21 árs gamall. Hann gæti verið þessi framherji sem að Arteta er að leita að til að leysa sín vandamál með framherjastöðuna.

Sesko er ekki í eins sterkum landsliðum og þeir sem eru á þessum lista en maður veit aldrei - hann gæti verið sá maður sem leyfir Slóvenum að dreyma um að komast langt í þessari keppni. Er stór og sterkur sóknarmaður sem kann að skora mörk.



Eins og áður segir þá hefst mótið 14. júní næstkomandi, en það er rúm vika í opnunarleikinn á milli Þýskalands og Skotlands.

Í gær birtist fyrsta upphitunarfréttin fyrir mótið hér á Fótbolta.net en við munum halda áfram að fjalla um liðin á næstu dögum áður en EM fer af stað.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil á EM: Mun pressan fara alveg með þá?
Athugasemdir
banner
banner