Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   fim 11. júlí 2019 22:47
Baldvin Pálsson
Óskar Hrafn: Þurfum að halda okkur á jörðinni
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gróttumenn fóru í heimsókn til Hauka á Ásvelli í kvöld í 11. umferð Inkasso deildar karla.
Grótta kom inn sem sterkari aðilinn en leikurinn endaði á 2-2 jafntefli eftir skemmtilegan og dramatískan leik.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, byrjuðum ágætlega og hefðum geta gert meira í byrjun en seinni hluti leiksins var mjög erfiður á móti mjög öflugu Hauka liði sem er betra heldur en stigataflan gefur til kynna." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir leikinn en Grótta situr núna í 2. sæti deildarinnar með 21 stig.

Gróttumenn pressuðu hátt og spiluðu vel á milli sín allan leikinn. Þeir stjórnuðu í raun miðjunni mestan hluta leiksins.
„Við reynum það yfirleitt að halda boltanum niðri. Viljum frekar vera með boltann og koma honum hátt upp völlinn og það gekk ágætlega að sumu leyti en stundum vorum við svolítið tættir. Hefðum getað verið skynsamari í seinni hluta seinni hálfleiks."

Grótta er enn í toppbaráttunni aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem sitja á toppnum.
„Við erum í forréttindastöðu og erum nálægt toppnum. Ég held að menn þurfi bara að passa sig á því að njóta þess, Hauka liðið er gott og það er fínt að ná í stig hér. Gaman að liðið geti barist um eitthvað á seinni hluta mótsins, þurfum bara að passa að halda okkur á jörðinni og mæta klárir á móti Þrótti. Aftur mjög erfiður leikur á móti frábæru Þrótta liði á þriðjudaginn, tökum núna tvo útileiki í röð og þurfum að koma okkur í gegnum þá. Þessi deild er bara erfið og það eru allir leikir erfiðir."
Athugasemdir
banner