Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 1 Vestri
Leikurinn gat ekki farið betur af stað fyrir Víkinga en það var Valdimar Þór sem kom Víkingum yfir á 3. mínútu eftir klafs í horninu. Eftir markið var leikurinn stál í stál en Vestramenn fengu alvöru færi eftir hálftímaleik til að jafna leikinn.
Silas Songani hafði þá komið með bolta inn á teiginn sem Benedikt Warén fékk til sín og gerði allt rétt nema að koma boltanum á markið. Víkingar náðu að henda sér fyrir boltann Tufa fékk þá gott færi til að skora líka en það var sama sagan þá, Víkingar köstuðu sér fyrir boltann.
Víkingar leiddur sanngjarnt 1-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var afar tíðindalítill þar til á 83. mínútu leiksins þegar boltinn datt fyrir Gunnar Jónas sem lét vaða rétt fyrir utan teiginn í fyrsta og í netið fór hann.
Í kjölfarið trylltist Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, þar sem hann vildi brot í aðdragandanum. Hann grýtti þjálfaramöppunni í jörðina fyrir framan fjórða dómarann, tekur möppuna aftur upp og grýtir henni aftur í jörðina.
Arnar fékk beint rautt en þetta er hans annað rauða spjald á tímabilinu sem þýðir að hann sé á leið í tveggja leikja leikbann. Hann missir af leikjunum gegn ÍA og KR á Meistaravöllum.
Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og gífurlega sterkt stig fyrir Vestra sem lyfta sér upp úr fallsætinu en Víkingar klaufar að missa sigurinn niður í lokin.
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 22 | 15 | 4 | 3 | 56 - 23 | +33 | 49 |
2. Breiðablik | 22 | 15 | 4 | 3 | 53 - 28 | +25 | 49 |
3. Valur | 22 | 11 | 5 | 6 | 53 - 33 | +20 | 38 |
4. ÍA | 22 | 10 | 4 | 8 | 41 - 31 | +10 | 34 |
5. Stjarnan | 22 | 10 | 4 | 8 | 40 - 35 | +5 | 34 |
6. FH | 22 | 9 | 6 | 7 | 39 - 38 | +1 | 33 |
7. Fram | 22 | 7 | 6 | 9 | 31 - 32 | -1 | 27 |
8. KA | 22 | 7 | 6 | 9 | 32 - 38 | -6 | 27 |
9. KR | 22 | 5 | 6 | 11 | 35 - 46 | -11 | 21 |
10. HK | 22 | 6 | 2 | 14 | 26 - 56 | -30 | 20 |
11. Vestri | 22 | 4 | 6 | 12 | 22 - 43 | -21 | 18 |
12. Fylkir | 22 | 4 | 5 | 13 | 26 - 51 | -25 | 17 |