Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   mán 11. september 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Alltaf gaman að spila með besta vini sínum
Icelandair
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson mætti aftur inn í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að hafa tekið út bann og segir hann tilfinninguna hafa verið góða að ná í sætan 1-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Willum kom sterkur inn í liðið í undankeppninni á síðasta ári en fékk rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Portúgal og var því ekki með á móti Lúxemborg á föstudag.

Hann kom öflugur inn í liðið í dag og náði að þreyta Bosníumenn verulega. Willum segir þetta hafa verið mikilvægt að landa sigrinum.

„Ótrúlega vel. Við lögðum hart að okkur, hlupum allan leikinn og uppskárum í lokin. Þetta var geggjuð tilfinning.“

„Það var geggjað. Hann var búinn að setja hann í netið nokkrum mínútum fyrr og það var rangstaða og svo sá maður hann fara inn þarna og bara geggjuð tilfinning,“
sagði Willum um markið sem Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma, en Willum fór sjálfur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. „Ég hefði alveg getað spilað 90 mínútur en taktískar breytingar. Ég held að það hafi bara verið það.“

Íslenska liðið varðist afar djúpt á vellinum og voru þeir Willum og Mikael Neville Anderson í því hlutverki að detta nánast í bakvarðarstöðurnar mest allan leikinn.

„Auðvitað lágum við dálítið djúpt niðri og sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var bara að fara 'back to basics' og verja markið, halda hrienu loksins og skora mark í uppbótartíma. Við byrjum á varnarleiknum og byggjum ofan á það.“

„Maður fann að það var mjög góð tilfinning og líka bara hvað við lögðum mikla vinnu í leikinn og bara koma til baka eftir Lúxemborg.“


Willum spilaði á hægri vængnum, fyrir ofan Alfons Sampsted, fyrrum liðsfélaga sinn í Breiðabliki, en þeir hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru bestu vinir.

„Það er gaman. Við höfum þekkst síðan við vorum 3-4 ára og spilað lengi saman. Við erum nálægt hvorum öðrum í Hollandi og alltaf gaman að spila með besta vini sínum og á hægri kantinum. við vinnum vel saman og það er bara alltaf gaman,“ sagði Willum í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner