Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   mán 11. september 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Alltaf gaman að spila með besta vini sínum
Icelandair
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson mætti aftur inn í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að hafa tekið út bann og segir hann tilfinninguna hafa verið góða að ná í sætan 1-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Willum kom sterkur inn í liðið í undankeppninni á síðasta ári en fékk rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Portúgal og var því ekki með á móti Lúxemborg á föstudag.

Hann kom öflugur inn í liðið í dag og náði að þreyta Bosníumenn verulega. Willum segir þetta hafa verið mikilvægt að landa sigrinum.

„Ótrúlega vel. Við lögðum hart að okkur, hlupum allan leikinn og uppskárum í lokin. Þetta var geggjuð tilfinning.“

„Það var geggjað. Hann var búinn að setja hann í netið nokkrum mínútum fyrr og það var rangstaða og svo sá maður hann fara inn þarna og bara geggjuð tilfinning,“
sagði Willum um markið sem Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma, en Willum fór sjálfur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. „Ég hefði alveg getað spilað 90 mínútur en taktískar breytingar. Ég held að það hafi bara verið það.“

Íslenska liðið varðist afar djúpt á vellinum og voru þeir Willum og Mikael Neville Anderson í því hlutverki að detta nánast í bakvarðarstöðurnar mest allan leikinn.

„Auðvitað lágum við dálítið djúpt niðri og sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var bara að fara 'back to basics' og verja markið, halda hrienu loksins og skora mark í uppbótartíma. Við byrjum á varnarleiknum og byggjum ofan á það.“

„Maður fann að það var mjög góð tilfinning og líka bara hvað við lögðum mikla vinnu í leikinn og bara koma til baka eftir Lúxemborg.“


Willum spilaði á hægri vængnum, fyrir ofan Alfons Sampsted, fyrrum liðsfélaga sinn í Breiðabliki, en þeir hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru bestu vinir.

„Það er gaman. Við höfum þekkst síðan við vorum 3-4 ára og spilað lengi saman. Við erum nálægt hvorum öðrum í Hollandi og alltaf gaman að spila með besta vini sínum og á hægri kantinum. við vinnum vel saman og það er bara alltaf gaman,“ sagði Willum í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner