Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   mán 11. september 2023 22:03
Brynjar Ingi Erluson
Willum: Alltaf gaman að spila með besta vini sínum
Icelandair
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Willum á ferðinni gegn Bosníu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Alfons Sampsted og Willum voru öflugir á hægri vængnum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Willum Þór Willumsson mætti aftur inn í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að hafa tekið út bann og segir hann tilfinninguna hafa verið góða að ná í sætan 1-0 sigur á Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Bosnía og Hersegóvína

Willum kom sterkur inn í liðið í undankeppninni á síðasta ári en fékk rauða spjaldið í 1-0 tapinu gegn Portúgal og var því ekki með á móti Lúxemborg á föstudag.

Hann kom öflugur inn í liðið í dag og náði að þreyta Bosníumenn verulega. Willum segir þetta hafa verið mikilvægt að landa sigrinum.

„Ótrúlega vel. Við lögðum hart að okkur, hlupum allan leikinn og uppskárum í lokin. Þetta var geggjuð tilfinning.“

„Það var geggjað. Hann var búinn að setja hann í netið nokkrum mínútum fyrr og það var rangstaða og svo sá maður hann fara inn þarna og bara geggjuð tilfinning,“
sagði Willum um markið sem Alfreð Finnbogason skoraði í uppbótartíma, en Willum fór sjálfur af velli þegar stundarfjórðungur var eftir. „Ég hefði alveg getað spilað 90 mínútur en taktískar breytingar. Ég held að það hafi bara verið það.“

Íslenska liðið varðist afar djúpt á vellinum og voru þeir Willum og Mikael Neville Anderson í því hlutverki að detta nánast í bakvarðarstöðurnar mest allan leikinn.

„Auðvitað lágum við dálítið djúpt niðri og sérstaklega í seinni hálfleik en þetta var bara að fara 'back to basics' og verja markið, halda hrienu loksins og skora mark í uppbótartíma. Við byrjum á varnarleiknum og byggjum ofan á það.“

„Maður fann að það var mjög góð tilfinning og líka bara hvað við lögðum mikla vinnu í leikinn og bara koma til baka eftir Lúxemborg.“


Willum spilaði á hægri vængnum, fyrir ofan Alfons Sampsted, fyrrum liðsfélaga sinn í Breiðabliki, en þeir hafa þekkst frá blautu barnsbeini og eru bestu vinir.

„Það er gaman. Við höfum þekkst síðan við vorum 3-4 ára og spilað lengi saman. Við erum nálægt hvorum öðrum í Hollandi og alltaf gaman að spila með besta vini sínum og á hægri kantinum. við vinnum vel saman og það er bara alltaf gaman,“ sagði Willum í lokin.
Athugasemdir
banner