Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 11. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Katar
Arnór Ingvi: Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt
Icelandair
Arnór á æfingu i Katar.
Arnór á æfingu i Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða mín er ekki góð og ég stefni að því að fara í janúar. Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar," segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason um stöðu sína hjá gríska félaginu AEK Aþenu.

Arnór fær ekki tækifæri hjá liðinu og hefur talað um að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór setur stefnuna á að fara með íslenska landsliðinu á HM 2018 og telur að hann þurfi að færa sig um set til að auka líkurnar á því að vera með í vélinni til Rússlands.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt."

Er hann búinn að láta vita af því að hann sé á förum í janúar?

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang."

Arnór vildi ekkert segja um hvert væri líklegast að hann myndi fara í janúar en viðtalið, sem tekið var eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun, má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner