Tel gæti farið á Old Trafford - Ferguson orðaður við Chelsea - Man City eltir spænskan miðjumann
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
   lau 11. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Katar
Arnór Ingvi: Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt
Icelandair
Arnór á æfingu i Katar.
Arnór á æfingu i Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða mín er ekki góð og ég stefni að því að fara í janúar. Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar," segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason um stöðu sína hjá gríska félaginu AEK Aþenu.

Arnór fær ekki tækifæri hjá liðinu og hefur talað um að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór setur stefnuna á að fara með íslenska landsliðinu á HM 2018 og telur að hann þurfi að færa sig um set til að auka líkurnar á því að vera með í vélinni til Rússlands.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt."

Er hann búinn að láta vita af því að hann sé á förum í janúar?

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang."

Arnór vildi ekkert segja um hvert væri líklegast að hann myndi fara í janúar en viðtalið, sem tekið var eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun, má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner