Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 11. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Katar
Arnór Ingvi: Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt
Icelandair
Arnór á æfingu i Katar.
Arnór á æfingu i Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða mín er ekki góð og ég stefni að því að fara í janúar. Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar," segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason um stöðu sína hjá gríska félaginu AEK Aþenu.

Arnór fær ekki tækifæri hjá liðinu og hefur talað um að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór setur stefnuna á að fara með íslenska landsliðinu á HM 2018 og telur að hann þurfi að færa sig um set til að auka líkurnar á því að vera með í vélinni til Rússlands.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt."

Er hann búinn að láta vita af því að hann sé á förum í janúar?

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang."

Arnór vildi ekkert segja um hvert væri líklegast að hann myndi fara í janúar en viðtalið, sem tekið var eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun, má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner