Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Arnar Gunnlaugs: Má láta sig dreyma um eitthvað meira
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Hilmar Árni: Drifkrafturinn að gera aðra betri hefur stigmagnast
„Mega ekki sýna snefil af minnimáttarkennd“
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
   lau 11. nóvember 2017 15:00
Elvar Geir Magnússon
Katar
Arnór Ingvi: Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt
Icelandair
Arnór á æfingu i Katar.
Arnór á æfingu i Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Staða mín er ekki góð og ég stefni að því að fara í janúar. Það eru einhverjar þreifingar byrjaðar," segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason um stöðu sína hjá gríska félaginu AEK Aþenu.

Arnór fær ekki tækifæri hjá liðinu og hefur talað um að ekki sé staðið við það sem talað var um varðandi hans hlutverk þegar hann gekk í raðir félagsins.

Arnór setur stefnuna á að fara með íslenska landsliðinu á HM 2018 og telur að hann þurfi að færa sig um set til að auka líkurnar á því að vera með í vélinni til Rússlands.

„Það er sama hvað ég geri, það er ekkert nógu gott. Ég átti glimrandi leik og var hrósað af öllu starfsliðinu. Svo kemur að næsta leik og ég er ekki í hóp. Mér finnst það smá spes. Ég þarf að finna mér eitthvað nýtt."

Er hann búinn að láta vita af því að hann sé á förum í janúar?

„Þeir vita að hugur minn leitar annað, þeir vita líka stöðuna á mér varðandi landsliðið og það er HM næsta sumar. Ég þarf að spila og á meðan þjálfarinn er eins og hann er þá þarf ég að hugsa minn gang."

Arnór vildi ekkert segja um hvert væri líklegast að hann myndi fara í janúar en viðtalið, sem tekið var eftir landsliðsæfingu í Katar í morgun, má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner