Everton féll úr leik í enska deildabikarnum á þriðjudag. Liðið tapaði þá 4-1 gegn Bournemouth sem verður aftur andstæðingur liðins á morgun.
Lið Everton var mikið breytt frá síðustu deildarleikjum og segir Frank Lampard að liðið sé ekki með nægilega breidd til að vera að berjast á fleiri vígstöðvum en í úrvalsdeildinni.
Lið Everton var mikið breytt frá síðustu deildarleikjum og segir Frank Lampard að liðið sé ekki með nægilega breidd til að vera að berjast á fleiri vígstöðvum en í úrvalsdeildinni.
„Við töpuðum leik, hvort ég sjái eftir einhverju þá er svarið nei. Á þessum tímapunkti erum við ekki með hóp til að berjast í bikarnum eða þrisvar sinnum í viku. Við höldum áfram á morgun," sagði Lampard á fréttamannafundi í dag.
„Við munum gera einhverjar breytingar. Það væri mjög gott að fara inn í hléið með þrjú stig. Bournemouth hefur gengið vel á heimavelli. Þeir unnu Leicester og voru nálægt því að vinna Tottenham. Þetta er erfiður útileikur í úrvalsdeildinni."
Gengi Everton á útivelli á leiktíðinni hefur ekki verið sérstakt, einungis einn sigur í sjö leikjum. Sá sigur var gegn Southampton.
Dominic Calvert-Lewin verður ekki með liðinu vegna meiðsla. „Hann verður klár eftir hlé. Hann er örugglega vonsvikinn að missa af HM, hann er topp leikamður en hann hefur glímt við nokkur meiðsli. Þetta er bara raunveruleikinn fyrir hann núna. Margir leikmenn lenda í því á sínum ferli að miss af stórmóti," sagði Lampard sem er ánægður fyrir hönd Jordan Pickford og Conor Coady sem eru á leið á HM.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 29 | 21 | 7 | 1 | 69 | 27 | +42 | 70 |
2 | Arsenal | 28 | 15 | 10 | 3 | 52 | 24 | +28 | 55 |
3 | Nott. Forest | 28 | 15 | 6 | 7 | 45 | 33 | +12 | 51 |
4 | Chelsea | 28 | 14 | 7 | 7 | 53 | 36 | +17 | 49 |
5 | Man City | 28 | 14 | 5 | 9 | 53 | 38 | +15 | 47 |
6 | Brighton | 28 | 12 | 10 | 6 | 46 | 40 | +6 | 46 |
7 | Aston Villa | 29 | 12 | 9 | 8 | 41 | 45 | -4 | 45 |
8 | Bournemouth | 28 | 12 | 8 | 8 | 47 | 34 | +13 | 44 |
9 | Newcastle | 27 | 13 | 5 | 9 | 46 | 38 | +8 | 44 |
10 | Fulham | 28 | 11 | 9 | 8 | 41 | 38 | +3 | 42 |
11 | Crystal Palace | 28 | 10 | 9 | 9 | 36 | 33 | +3 | 39 |
12 | Brentford | 28 | 11 | 5 | 12 | 48 | 44 | +4 | 38 |
13 | Tottenham | 28 | 10 | 4 | 14 | 55 | 41 | +14 | 34 |
14 | Man Utd | 28 | 9 | 7 | 12 | 34 | 40 | -6 | 34 |
15 | Everton | 28 | 7 | 12 | 9 | 31 | 35 | -4 | 33 |
16 | West Ham | 27 | 9 | 6 | 12 | 32 | 47 | -15 | 33 |
17 | Wolves | 28 | 6 | 5 | 17 | 38 | 57 | -19 | 23 |
18 | Ipswich Town | 28 | 3 | 8 | 17 | 26 | 58 | -32 | 17 |
19 | Leicester | 28 | 4 | 5 | 19 | 25 | 62 | -37 | 17 |
20 | Southampton | 28 | 2 | 3 | 23 | 20 | 68 | -48 | 9 |
Athugasemdir