Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 11. nóvember 2022 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis mun ekki byrja gegn Senegal
Memphis Depay.
Memphis Depay.
Mynd: EPA
Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, opinberaði í dag hóp sinn sem fer á HM í Katar.

Hann sagði jafnframt frá því á fréttamannafundi að það sé á hreinu að Memphis Depay, sem er lykilmaður í liðinu, geti ekki byrjað í fyrsta leik gegn Senegal.

Memphis, sem er á mála hjá Barcelona, er að glíma við meiðsli og verður ekki klár í slaginn fyrir fyrsta leik.

Van Gaal segir að Memphis sé það mikilvægur að hann hafi ekki getað sleppt því að taka hann með á mótið. Memphis er langmarkahæsti leikmaður hópsins.

Vincent Janssen, sóknarmaður Monterrey sem lék áður með Tottenham, kemur til með að byrja í fyrsta leik.

Sjá einnig:
A-riðillinn: Van Gaal mætir með læti og bjartasta von Afríku
Hollenski hópurinn: Xavi Simons fer á sitt fyrsta stórmót
Athugasemdir
banner
banner