Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. janúar 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Átti Shaw að fá rautt fyrir brot á Jóa Berg?
Tæklingin.
Tæklingin.
Mynd: Getty Images
Kevin Friend skoðar VAR.
Kevin Friend skoðar VAR.
Mynd: Getty Images
Staðan er enn markalaus í leik Burnley og Manchester United á Tur Moor. Seinni hálfleikurinn fer senn að klárast.

Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United, fékk að líta gula spjaldið fyrir nokkrum mínútum síðar fyrir brot á íslenska landsliðsmanninum Jóhanni Berg Guðmundssyni.

Shaw fór aðeins í boltann en fór svo vel í Jóhann Berg. Kevin Friend, dómari leiksins, dæmdi ekkert í fyrstu en svo flautaði hann brot á hinum enda vallarins.

Það var brotið á Edinson Cavani og var það skoðað í VAR hvort Robbie Brady, leikmaður Burnley, átti að fá rautt spjald. Friend fór í skjáinn og ákvað hann að breyta dómnum þannig að Burnley fékk aukaspyrnu fyrir brotið á Jóhanni.

Shaw var spjaldaður, en liturinn á spjaldinu var gulur. Átti Shaw að fá rauða spjaldið fyrir brotið? Neðst í fréttinni má sjá myndband af brotinu.

„Hvernig komst Shaw upp með þetta?" spyr James Pearce, sem skrifar um Liverpool fyrir The Athletic en sem betur fer gat Jóhann haldið leik áfram.

VAR-reglur
Á samfélagsmiðlum eru stuðningsmenn Manchester United óánægðir með hvernig var staðið að þessu. VAR á að nota þegar það eru augljós mistök gerð í dómgæslu er varðar mörk skoruð, vítaspyrnur og rauð spjöld; ekki í gulum spjöldum og almennum brotum út á velli.

VAR er ekki vinsælt hjá United-mönnum þessa stundina því nokkrum mínútum síðar var mark dæmt af Harry Maguire fyrir brot í aðdraganda þess.

Með því að smella hérna er hægt að lesa um VAR-reglurnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner