Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 12. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Byrjuðum aldrei þennan leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Ég er svekktur með margt í þessum leik í dag. Verðum fyrir áfalli í byrjun þegar Viktor og Bjarki skella saman og Bjarki þarf að fara út af meiddur. Það riðlar þessu dálítið hjá okkur en við byrjuðum aldrei þennan leik. “ Voru orð Sigurðar Heiðars Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir 3-0 tap Leiknis gegn Keflavík suður með sjó þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflavík leiddi 1-0 í hálfleik en Leiknismenn fengu færin til þess að jafna í fyrri hálfleik. Til að mynda Róbert Hauksson sem skaut í slánna úr teignum úr dauðafæri. Dýrt í svona leikjum?

„Já klárlega, við þurfum að fara troða boltanum í markið og koma því út úr hausnum á okkur að við getum ekki skorað. En aðal áhyggjuefnið í dag er hvernig við urðum undir í öllum átökum, 50-50 boltum og allri baráttu.“

Daníel Finns Matthíasson kvaddi Leikni á dögnum og gekk til liðs við Stjörnuna. Talsvert hefur verið rætt um málefni Daníels að undanförnu en er Sigurður feginn því að því máli öllu sé lokið?

„Já klárlega. Gott að það sé búið og ég óska honum bara góðs gengis hjá þeim. Það verða bara aðrir sem stíga upp og taka við hans verkefni í okkar liði. “

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir