Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fim 12. maí 2022 21:55
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Höskulds: Byrjuðum aldrei þennan leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Svekkelsi. Ég er svekktur með margt í þessum leik í dag. Verðum fyrir áfalli í byrjun þegar Viktor og Bjarki skella saman og Bjarki þarf að fara út af meiddur. Það riðlar þessu dálítið hjá okkur en við byrjuðum aldrei þennan leik. “ Voru orð Sigurðar Heiðars Höskuldssonar þjálfara Leiknis eftir 3-0 tap Leiknis gegn Keflavík suður með sjó þegar hann var spurður um sín fyrstu viðbrögð.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Leiknir R.

Keflavík leiddi 1-0 í hálfleik en Leiknismenn fengu færin til þess að jafna í fyrri hálfleik. Til að mynda Róbert Hauksson sem skaut í slánna úr teignum úr dauðafæri. Dýrt í svona leikjum?

„Já klárlega, við þurfum að fara troða boltanum í markið og koma því út úr hausnum á okkur að við getum ekki skorað. En aðal áhyggjuefnið í dag er hvernig við urðum undir í öllum átökum, 50-50 boltum og allri baráttu.“

Daníel Finns Matthíasson kvaddi Leikni á dögnum og gekk til liðs við Stjörnuna. Talsvert hefur verið rætt um málefni Daníels að undanförnu en er Sigurður feginn því að því máli öllu sé lokið?

„Já klárlega. Gott að það sé búið og ég óska honum bara góðs gengis hjá þeim. Það verða bara aðrir sem stíga upp og taka við hans verkefni í okkar liði. “

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner