Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
   mán 12. maí 2025 07:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkasta lið 6. umferðar - Valsmenn vængjum þöndum
Eiður Gauti er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni.
Eiður Gauti er kominn með fimm mörk í Bestu deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daníel Hafsteinsson.
Daníel Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúkas Logi var frábær.
Lúkas Logi var frábær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Steypustöðin færir þér Sterkasta lið umferðarinnar í Bestu deildinni. Valsmenn eiga fjóra fulltrúa eftir að liðið vann 6-1 sigur gegn ÍA.

Liðið svaraði gagnrýnisröddum með því að valta yfir Skagamenn. Það hefur verið mikil pressa á þjálfaranum Túfa, Srdjan Tufegdzic, en hann er nú þjálfari 6. umferðar.

Birkir Heimisson lagði upp þrjú mörk og var líkt við Trent Alexander-Arnold af fréttamanni Fótbolta.net. Lúkas Logi Heimisson skoraði tvö og Patrick Pedersen einnig. Daninn nálgast markametið. Tryggvi Hrafn Haraldsson getur svo réttilega verið ósáttur við að fá ekki pláss í liðinu en hann er fyrstur inn af bekknum!



Víkingur, Vestri og Breiðablik tróna áfram á toppnum. Daníel Hafsteinsson fær tvö mörk skráð á sig eftir 3-1 sigur Víkings gegn FH. Sveinn Gísli Þorkelsson var öflugur í vörninni og skoraði að auki sitt fyrsta mark í efstu deild. Víkingur hefur unnið síðustu tólf viðureignir gegn FH, ótrúleg tölfræði.

Varnarmaðurinn Morten Ohlsen Hansen var maður leiksins í 2-0 sigri Vestra gegn Aftureldingu. Hann fékk vítaspyrnu og átti stoðsendingu. Fatai Gbadamosi „er eins og geitungur á miðjunni“ eins og fréttamaður Fótbolta.net fyrir vestan orðaði það. Mögnuð byrjun Vestra á tímabilinu.

Varnarmaðurinn Ásgeir Helgi Orrason var valinn maður leiksins þegar Breiðablik vann 1-0 útisigur gegn KA. Þessi ungi leikmaður er í annað sinn í liði umferðarinnar þetta tímabilið.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði tvö mörk í 4-1 sigri KR gegn ÍBV. Eiður er alls kominn með fimm mörk og á allt hrós skilið fyrir byrjun sína á mótinu. Halldór Snær Georgsson átti virkilega góðan leik í marki KR-inga. Skemmtikraftarnir bregðast ekki. Þá náði Stjarnan kærkomnum sigri á Fram 2-0 en Benedikt Warén var maður leiksins, lagði bæði mörkin upp.

Fyrri úrvalslið:
   06.05.2025 11:00
Sterkasta lið 5. umferðar - Gylfi stimplar sig inn

   29.04.2025 10:10
Sterkasta lið 4. umferðar - KR-ingar fóru hamförum

   25.04.2025 10:15
Sterkasta lið 3. umferðar - Fjórir fulltrúar Aftureldingar

   15.04.2025 09:45
Sterkasta lið 2. umferðar - Níu markaskorarar

   07.04.2025 23:40
Sterkasta lið 1. umferðar - Flugstart á Bestu deildinni

Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner