Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 12. september 2022 21:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deild kvenna: Keflvíkingar fjarlægjast fallbaráttuna - Annað tap Þróttar í röð
Amelía Rún Fjeldsted
Amelía Rún Fjeldsted
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 2 - 3 Keflavík
0-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('16)
0-2 Amelía Rún Fjeldsted ('45)
1-2 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('49)
1-3 Snædís María Jörundsdóttir ('50)
2-3 Andrea Rut Bjarnadóttir ('89)


Þróttur og Keflavík mættust í Bestu deild kvenna í kvöld. Keflavík var í 7. sæti fyrir leikinn en Þróttur í 4. sæti. Þróttur tapaði gegn Þór/KA í síðustu umferð sem er sæti neðar en Keflavík með jafn mörg stig. Keflavík tapaði gegn Selfossi.

Gestirnir frá Keflavík komust yfir í kvöld eftir rúmlega stundarfjórðung þegar Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði með glæsilegu skoti. Þróttarar fengu færi til að jafna metin en það var Amelía Rún Fjeldsted sem tvöfaldaði forskot Keflvíkinga undir lok fyrri hálfleiks.

Þróttarar minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik en Adam var ekki lengi í paradís þar sem Keflvíkingar svöruðu nokkrum sekúndum síðar.

Andrea Rut Bjarnadóttir náði að klóra í bakkann fyrir Þrótt undir lok leiksins en nær komust þær ekki.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner