Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
   fim 12. september 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Merson með áhyggjur af Norður-Lundúnaslagnum
Paul Merson.
Paul Merson.
Mynd: Getty Images
Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, viðurkennir að hafa áhyggjur fyrir stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Tottenham tekur á móti Arsenal á sunnudaginn, klukkan 13 að íslenskum tíma.

„Þetta verður erfitt. Þetta er stór leikur, sama hvenær hann er á tímabilinu eða jafnvel þó þetta væri æfingaleikur. Í Norður-Lundúnum er alltaf risastórt þegar þessi lið eru að mætast," segir Merson.

„Ég er ekki viss um hvernig þetta mun fara á sunnudaginn, ég tel að Tottenham eigi góða möguleika á að ná úrslitum. Ég er með miklar áhyggjur í hreinskilni sagt."

„Ég verð að einbeita mér að dansinum en í huga mér verður að ég held að Tottenham gæti náð úrslitum. Það er ekki þægileg tilhugsun."

Þegar Merson talar um að hann þurfi að einbeita sér að dansinum er hann að tala um þáttinn 'Strictly Come Dancing' en hann er einn af þekktum einstaklingum sem keppa í þættinum.

Martin Ödegaard verður ekki með í Lundúnaslagnum vegna meiðsla og þá tekur Declan Rice út leikbann.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 4 4 0 0 11 3 +8 12
2 Arsenal 4 3 1 0 6 1 +5 10
3 Newcastle 4 3 1 0 6 3 +3 10
4 Liverpool 4 3 0 1 7 1 +6 9
5 Aston Villa 4 3 0 1 7 6 +1 9
6 Brighton 4 2 2 0 6 2 +4 8
7 Nott. Forest 4 2 2 0 4 2 +2 8
8 Chelsea 4 2 1 1 8 5 +3 7
9 Brentford 4 2 0 2 6 6 0 6
10 Man Utd 4 2 0 2 5 5 0 6
11 Bournemouth 4 1 2 1 5 5 0 5
12 Fulham 4 1 2 1 4 4 0 5
13 Tottenham 4 1 1 2 6 4 +2 4
14 West Ham 4 1 1 2 5 6 -1 4
15 Leicester 4 0 2 2 5 7 -2 2
16 Crystal Palace 4 0 2 2 4 7 -3 2
17 Ipswich Town 4 0 2 2 2 7 -5 2
18 Wolves 4 0 1 3 4 11 -7 1
19 Southampton 4 0 0 4 1 8 -7 0
20 Everton 4 0 0 4 4 13 -9 0
Hverjir vinna umspil Lengjudeildarinnar?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner