Fyrsta umferðin í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld með tveimur leikjum. Á morgun klárast svo umferðin með þremur leikjum.
Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir spáir í leikina í fyrstu umferðinni. Ásta lagði skóna á hilluna eftir að hafa unnið titilinn með Breiðabliki í fyrra.
Íslandsmeistarinn Ásta Eir Árnadóttir spáir í leikina í fyrstu umferðinni. Ásta lagði skóna á hilluna eftir að hafa unnið titilinn með Breiðabliki í fyrra.
Breiðablik 2 - 0 Stjarnan (18:00 í kvöld)
Mínar konur byrja mótið af krafti og vinna öruggan 2-0 sigur. Bestu mínar í vörninni munu læsa og Sammy og Berglind Björg skora. Captain Agla María leggur upp bæði.
Þróttur R. 4 - 1 Fram (18:00 í kvöld)
Fram kemst óvænt yfir snemma leiks þar sem Alda Ólafs skorar með skalla og allt tryllist. En það endist ekki lengi og Þróttarar klára leikinn örugglega. Freyja og Unnur Dóra skora sitthvort markið og Katie setur tvö.
Tindastóll 0 - 0 FHL (18:00 á morgun)
Landsbyggðarleikur eins og þeir gerast bestir. Lítið um færi og markmennirnir í aðalhlutverki.
Valur 3 - 0 FH (18:00 á morgun)
Öruggur sigur. Er hrædd um að munurinn á þessum liðum í dag sé ansi mikill. Fanndís, Jasmín og Natasha með mörkin.
Víkingur R. 2 - 1 Þór/KA (18:00 á morgun)
Held þetta verið skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Mikið um færi og læti. Linda Líf kemur Víking yfir og Sandra María jafnar, mjög óvæntur markaskorari. Bergþóra Sól skorar svo í blálokin eftir klafs í teignum og hún potar honum inn.
Athugasemdir