Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðný Geirs spáir í 13. umferð Bestu kvenna
Kvenaboltinn
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV.
Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Lúcía hendir í glæsilegt sigurmark samkvæmt spánnio.
Ingibjörg Lúcía hendir í glæsilegt sigurmark samkvæmt spánnio.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmunda Brynja Óladóttir, sóknarmaður Selfoss, var með fjóra rétta þegar hún spáði í síðustu umferð Bestu deildar kvenna.

Guðný Geirsdóttir, markvörður ÍBV, reynir fyrir sér núna. ÍBV mun líklega spila í Bestu deildinni næsta sumar en þær eru efstar í Lengjudeildinni.

FHL 0 - 2 Fram (18:00 í kvöld)
FHL konur hafa ekki fundið taktinn í sumar og því miður held ég að þær finni hann ekki í dag. 2-0 fyrir Fram.

Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik (18:00 í kvöld)
Blikarnir taka þetta öruggt 3-0.

FH 2 - 1 Þór/KA (18:00 í kvöld)
Þetta verður leikur varnalínanna, verða þær on eða off? Þetta gæti orðið markaleikur en gæti líka dottið öðru hvoru megin undir lok leiks. Ég spái því að það verði jafntefli lengst af en að Risarnir taki þetta undir lokin.

Valur 2 - 3 Stjarnan (18:00 á morgun)
Erfitt að spá í þennan leik. Langar að segja pass en þetta verður ekki leiðinlegur 0-0 leikir heldur verður þetta skemmtilegur leikur þar sem Ingibjörg Lucia hendir í glæsilegt sigurmark.

Tindastóll 2 - 2 Þróttur R. (18:00 á fimmtudag)
Þetta verður hörkuleikur sem endar með 2-2 jafntefli.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Guðmunda Brynja (4 réttir)
Margrét Lára (4 réttir)
Magnús Haukur (4 réttir)
Vigdís Lilja (4 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Orri Rafn (3 réttir)
Guðrún Karitas (3 réttir)
Katla Tryggvadóttir (3 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 13 11 1 1 52 - 9 +43 34
2.    FH 12 9 1 2 28 - 12 +16 28
3.    Þróttur R. 12 9 1 2 26 - 12 +14 28
4.    Þór/KA 12 6 0 6 20 - 20 0 18
5.    Valur 13 5 3 5 16 - 19 -3 18
6.    Stjarnan 12 5 0 7 15 - 24 -9 15
7.    Fram 12 5 0 7 16 - 30 -14 15
8.    Tindastóll 12 4 1 7 17 - 23 -6 13
9.    Víkingur R. 12 3 1 8 19 - 29 -10 10
10.    FHL 12 0 0 12 5 - 36 -31 0
Athugasemdir
banner
banner