Verðmiðinn á Rashford - Mikið tap hjá Ratcliffe - Newcastle vill Gittens
   fös 16. maí 2025 10:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katla Tryggva spáir í 6. umferð Bestu kvenna
Kvenaboltinn
Katla Tryggvadóttir.
Katla Tryggvadóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Valur mætast.
Breiðablik og Valur mætast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Er komin í gang.
Er komin í gang.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er mjög svo áhugaverð umferð framundan í Bestu deild kvenna. Hún byrjar með látum í kvöld þegar Breiðablik og Valur eigast við í stórleik.

Landsliðskonan Katla Tryggvadóttir, sem spilar með Kristianstad í Svíþjóð, fékk það verkefni að spá í leikina sem eru framundan.

Breiðablik 2 - 2 Valur (18:00 í kvöld)
Stórslagur umferðarinnar. Kemur engum á óvart að Nik og Edda eru að gera vel með blikaliðið en Valur þarf sigur til þess að missa Breiðablik ekki of langt frá sér. Þetta verður jafn leikur sem endar 2-2. Ása Kristín kemur inná í sínum fyrsta leik í Bestu og hún verður ekki lengi að setja mark sitt á leikinn sem kemur eftir stoðsendingu Kolbrá Unu.

Þróttur R. 3 - 1 FH (14:00 á morgun)
Tvö lið sem hafa byrjað vel. Ég held að þetta verði opin leikur, mikið um færi og jafnvel ein vítaspyrna. Köttararnir gefa Þróttarastelpum extra orku og þær klára þetta 3-1. Katie heldur áfram að stjórna allri umferð á miðjunni. Þórdís er á eldi og setur tvö og Sigríður Theódóra skorar líka.

Stjarnan 2 - 0 FHL (14:00 á morgun)
2-0. Ekkert mjög opin leikur en efnilegasti hafsent landsins Sandra Hauks mun eiga stórleik í vörn Stjörnunnar sem heldur hreinu.

Víkingur R. 3 - 1 Tindastóll (16:15 á morgun)
Mikilvæg stig í boði fyrir bæði lið og verður þetta hörkuleikur. Snæfríður Eva, nýjasti leikmaður Stólanna, kemur sér á blað með góðu skoti fyrir utan teig snemma leiks. Það dugar hins vegar ekki til því Víkingur setur þrjú í seinni hálfleik. 3-1 niðurstaðan á heimavelli Hamingjunnar.

Fram 0 - 3 Þór/KA (16:15 á morgun)
Sandra María er komin í gang og setur tvö mörk og síðan kemur vinnuvélin á miðjunni Kimberley Dóra og setur eitt eftir fast leikatriði.

Fyrri spámenn:
Adda Baldurs (5 réttir)
Mist Rúnarsdóttir (4 réttir)
Gylfi Tryggvason (3 réttir)
Emelía Óskarsdóttir (3 réttir)
Ásta Eir (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá stigatöfluna í Bestu deild kvenna eins og hún er akkúrat núna.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 5 4 1 0 24 - 5 +19 13
2.    FH 5 4 1 0 10 - 2 +8 13
3.    Þróttur R. 5 4 1 0 10 - 4 +6 13
4.    Þór/KA 5 3 0 2 11 - 10 +1 9
5.    Valur 5 2 1 2 6 - 4 +2 7
6.    Fram 5 2 0 3 6 - 13 -7 6
7.    Stjarnan 5 2 0 3 7 - 15 -8 6
8.    Víkingur R. 5 1 0 4 8 - 13 -5 3
9.    Tindastóll 5 1 0 4 4 - 10 -6 3
10.    FHL 5 0 0 5 3 - 13 -10 0
Athugasemdir
banner