Daily Star á Englandi greinir frá því að landsliðsmiðvörðurinn Harry Maguire sé falur í janúar fyrir svo lítið sem 10 milljónir punda.
Maguire virðist vera búinn að missa byrjunarliðssætið sitt í hjarta varnarinnar hjá Manchester United en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar, þó að Rauðu djöflarnir geti sjálfkrafa virkjað eitt auka samningsár og haldið honum til 2026.
Maguire er í baráttu við Matthijs De Ligt og Victor Lindelöf um sæti í hjarta varnarinnar en Lisandro Martínez og Jonny Evans eru einnig í hópnum, ásamt hinum bráðefnilega Leny Yoro.
Man Utd keypti Maguire fyrir 80 milljónir punda sumarið 2019 og hefur hann spilað yfir 200 leiki á rúmum fimm árum hjá félaginu.
Athugasemdir