Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. nóvember 2013 23:15
Elvar Geir Magnússon
Fyrirliði Rússa kallaði dómara trúð - Fékk hálfs árs bann
Mynd: Samsett mynd
Aganefnd rússneska knattspyrnusambandsins var ekkert að spara það á fundi sínum í dag þegar Roman Shirokov, fyrirliði Zenit í Pétursborg og rússneska landsliðsins, var dæmdur í sex mánaða keppnisbann í rússnesku deildinni.

Shirokov var ekki sáttur við dómarann Sergei Karasyov sem dæmdi leik Zenit gegn Amkar Perm fyrr í þessum mánuði. Leikurinn endaði með jafntefli 1-1 og var Shirokov ósáttur við hvað andstæðingarnir komust upp með miklar tafir.

Hann lét reiði sína í ljós í viðtölum við fjölmiðla eftir leik þar sem hann kallaði Karasyov dómara trúð.

Shirokov verður í banni þar til í maí á næsta ári og var hann einnig dæmdur til að greiða 150 þúsund rúblur í sekt.
Athugasemdir
banner
banner