Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Jón Daði: Hinn sóknarmaðurinn hefur verið á eldi
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Mynd: Getty Images
Landsliðssóknarmaðurinn Jón Daði Böðvarsson segist vera að færast nær byrjunarliði Millwall. Hann hefur aðeins byrjað tvo deildarleiki fyrir liðið í Championship-deildinni.

Fótbolti.net spurði hann í dag hvernig gengi að færa sig ofar í goggunarröðina?

„Það gengur ágætlega. Ég spilaði síðasta leik, það er mjög jákvætt loksins. Það hefur verið hörð samkeppni þarna og framherjinn sem hefur verið að spila er búinn að vera á eldi. Það er gott fyrir liðið en smá pirrandi fyrir mann sjálfan," segir Jón Daði sem er þar að tala um velska sóknarmanninn Tom Bradshaw.

„Mér líður mjög vel þarna. Þetta er flottur klúbbur og ég er ekki langt frá byrjunarliðinu. Þetta er minni klúbbur en ég hef verið hjá og það voru viðbrigði en klefastemningin er geggjuð. Það eru flottir karakterar þarna. Svo eru stuðningsmennirnir alltaf jafn bilaðir og skemmtilegir."

„Ég er búinn að eiga gott spjall við nýja stjórann, Gary Rowett, og hann er mjög flottur. Ef eitthvað er þá er ég meira nálægt byrjunarliðinu en áður. Við byrjuðum með tvo frammi í síðasta leik og það er bara jákvætt."

Millwall er í fimmtánda sæti deildarinnar og Jón Daði bíður eftir að skora sitt fyrsta deildarmark.

„Þetta er ekki alveg að detta inn eins og er en það kemur áður en ég veit af. Þegar maður fær líka fleiri mínútur þá kemur þetta á endanum," segir Jón Daði en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að neðan.
Of heitt fyrir Jón Daða - „Ég get aldrei vanist þessu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner