Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. nóvember 2022 12:00
Aksentije Milisic
Daníel Hafsteins: Okkur fannst spárnar fáránlegar og við hlógum að þessu
Daníel.
Daníel.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn KA.
Stuðningsmenn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, ræddi við Fótbolta.net í síðustu viku og fór yfir víðan völl. Daníel spilaði sinni fyrsta landsleik á ferlinum í gær en hann kom þá inn á undir lok leiks þegar Ísland tapaði gegn Suður-Kóreu með einu marki gegn engu.


Flestir spáðu KA í 7-9 sæti á síðustu leiktíð en liðið stóð sig hins vegar frábærlega og endaði í því öðru. Daníel var spurður að því hvort menn hjá KA hafi hugsað hvort að allir væru svona ruglaðir að spá liðinu neðarlega.

„Já, í raun sko. Mér persónulega og ég held flestum í liðinu, við ræðum þetta í klefanum. Þetta er ekkert aðal punkturinn en auðvitað ræðum við þetta og okkur fannst þetta lúmskt fáránlegt því við vorum búnir að lenda í fjórða sætinu árið áður og vorum einu stigi frá þriðja sætinu,"
 sagði Daníel.

„Liðið okkar var ekki þannig séð búið að breytast neitt. Ég veit ekki hvort það sé íslenskt eða bara yfir höfuð að menn vilja alltaf að vera fá ný andlit inn og mér finnst það svolítið oft segja til um: „Þeir eru búnir að gera svo vel á markaðnum að þeir ætla núna að fyrsta sætinu eða þriðja eða hvað það er".

„Þarna var Addi búinn að vera í eitt og hálft tímabil og nú fékk hann heilt undirbúingstímabil. Fyrra tímabilið var líka Covid, eins og reyndar hjá öllum öðrum liðunum. Ekki það að það skiptir okkur engu máli hvar okkur er spáð en ég myndi segja það að við höfðum hlegið svolítið að þessu og bara eins og ég segi, auka ,motivation' inn í tímabilið. Lúmskt fáránlegt þannig séð en svona er þetta."

Var það auka bensín að afsanna þessar spár?

„Já, það var alveg þannig. Þetta er ekkert neikvætt, þetta hefur engin áhrif á þann hluta. Það er bara fínt að fá þessar spár, geta afsannað þetta frekar en eitthvað annað," sagði Daníel.

Sjá einnig:

Daníel Hafsteins: Hefði fundist það eðlilegra ef við hefðum verið látnir vita
Fannst ég vera gera þetta fyrir einhvern annan en mig sjálfan


Athugasemdir
banner
banner