Víkingur var án Gunnars Vatnhamars í leiknum gegn Djurgården í dag. Gunnar er fjarri góðu gamni vega meiðsla og missti einnig af leiknum gegn FC Noah í síðustu umferð.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn og sagði að það væri ekki séns að Gunnar yrði með gegn LASK í 6. umferð Sambandsdeildarinnar.
Í viðtali við Fótbolta.net sagði svo Arnar frá því að Aron Elís Þrándarson, sem fór meiddur af velli í dag, yrði ekki með í Austurríki eftir viku.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn og sagði að það væri ekki séns að Gunnar yrði með gegn LASK í 6. umferð Sambandsdeildarinnar.
Í viðtali við Fótbolta.net sagði svo Arnar frá því að Aron Elís Þrándarson, sem fór meiddur af velli í dag, yrði ekki með í Austurríki eftir viku.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 Djurgården
Sá leikur er liður í lokaumferð deildarkeppninnar. Víkingur þarf sennilega að ná í stig til að komast áfram í umspilið um sæti í 16-liða úrslitunum. Víkingur tapaði 1-2 gegn Djurgården í dag.
Viðtal við Arnar verður birt innan skamms.
Athugasemdir