Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 13. janúar 2021 18:21
Aksentije Milisic
Sigurhrina Al Arabi á enda
Al Arabi og Al Gharafa mættust í úrvalsdeildinni í Katar í dag og með sigri gat Al Arabi unnið sinn fimmta sigur í röð.

Mehdi Torabi kom Íslendingaliðinu yfir og lengi vel stefndi í að það yrði eina mark leiksins.

Al Gharafa fékk hins vegar vítaspyrnu þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og skoraði úr henni.

Niðurstaðan því mjög svekkjandi 1-1 jafntefli fyrir Al Arabi sem er í sjöunda sæti deildarinnar.

Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Al Arabi í dag en með þessu jafntefli endaði sigurhrina liðsins.
Athugasemdir