Ívan Óli Santos er kominn aftur heim til uppeldisfélagsins ÍR og gerir hann tveggja ára samning við félagið.
Ívan fór til HK 2021 og skipti svo til Gróttu ári síðar. Sumarið 2023 gekk illa hjá Ívani á Seltjarnarnesi svo hann fór til ÍR á láni og skoraði 10 mörk í 10 leikjum í 2. deildinni. Hann hjálpaði ÍR-ingum þannig upp í Lengjudeildina, þar sem Breiðhyltingar komu svo á óvart og fóru alla leið í umspilið en töpuðu þar gegn Keflavík í fyrra.
Ívan Óli spilaði ekki keppnisleik síðasta sumar eftir að hafa lent í slæmum meiðslum í Lengjubikarnum.
Athugasemdir