Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   lau 13. febrúar 2021 21:50
Victor Pálsson
England: Lok, lok og læs hjá Martinez
Brighton 0 - 0 Aston Villa

Við fengum því miður engan markaleik í lokaleik dagsins í enska boltanum sem var nú að ljúka.

Brighton fékk Aston Villa í heimsókn á Amex völlinn en fyrri leik liðanna á tímabilinu lauk með 2-1 sigri þess fyrrnefnda.

Í hinum þremur leikjum dagsins voru að minnsta kosti þrjú mörk skoruð og var vonast eftir því sama í þessum leik.

Því miður fyrir áhorfendur voru engin mörk skoruð en heimamenn í Brighton voru þó mun sterkari aðilinn allan leikinn.

Brighton átti margar marktilraunir að marki Villa en Emiliano Martinez í marki gestaliðsins var frábær og kom í veg fyrir mörk.

Martinez kom frá Arsenal í sumarglugganum og varði alls níu skot í kvöld.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner