Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   þri 13. febrúar 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: FH lagði Blika í Kópavogi
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik 1 - 3 FH
1-0 Eyþór Aron Wöhler ('21 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('70 )
1-2 Dusan Brkovic ('77 )
1-3 Baldur Kári Helgason ('87 )

Breiðablik og FH áttust við í fyrstu umferð Lengjubikars karla í dag og tóku heimamenn forystuna á Kópavogsvelli þegar Eyþór Aron Wöhler skoraði um miðjan fyrri hálfleik.

Miðjumaðurinn þaulreyndi Björn Daníel Sverrisson jafnaði fyrir FH í seinni hálfleik með skoti fyrir utan teig sem Anton Ari Einarsson, markvörður Blika, átti líklegast að verja.

Dusan Brkovic, sem kom til FH frá KA í vetur, tók svo forystuna fyrir Hafnfirðinga þegar boltinn datt til hans eftir atgang í vítateignum á 77. mínútu.

Það var hinn efnilegi Baldur Kári Helgason sem innsiglaði sigur FH undir lokin með frábæru skoti eftir vandræðagang hjá Viktori Erni Margeirssyni í vörn Blika.

Lokatölur 1-3 og frábær sigur FH staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner
banner