KSÍ hefur sett sig í samband við Norðmanninn Age Hareide og rætt við hann um möguleika á því að verða næsti þjálfari karlalandsliðs Íslands.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Þetta herma heimildir Fótbolta.net.
KSÍ hefur gefið það út að sambandið sé að leita að reynslumiklum þjálfara og Hareide fellur svo sannarlega undir þann ramma. Þessi 69 ára gamli þjálfara hefur stýrt stórliðum á Norðurlöndum á borð við Bröndby, Rosenborg og Malmö.
Hann hefur þá stýrt Noregi og Danmörku í landsliðsfótboltanum. Hann er líka með reynslu þar.
Fótbolti.net hefur á undanförnum dögum reynt að ná tali af Hareide en án árangurs.
Sjá einnig:
Indriði spilaði fyrir Hareide - Væri hann góður kostur fyrir Ísland?
Athugasemdir