banner
   mán 13. maí 2019 16:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 17. sæti: Brighton
Glenn Murray átti mjög gott tímabil, hann skoraði 13 mörk.
Glenn Murray átti mjög gott tímabil, hann skoraði 13 mörk.
Mynd: Getty Images
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í dag eftir að hafa rétt sloppið við fall.
Chris Hughton var rekinn frá Brighton í dag eftir að hafa rétt sloppið við fall.
Mynd: Getty Images
Shane Duffy var valinn bestur hjá Brighton.
Shane Duffy var valinn bestur hjá Brighton.
Mynd: Getty Images
Anthony Knockaert lagði upp flest mörkin.
Anthony Knockaert lagði upp flest mörkin.
Mynd: Getty Images
Brighton leikur áfram í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Brighton leikur áfram í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, sunnudag. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að renna yfir gengi Brighton í vetur sem náði að bjarga sér frá falli.

Tímabilið sem nú er að baki var annað tímabil Brighton í röð í úrvalsdeildinni, stjórinn Chris Hughton tók við liðinu í lok árs 2014 og hefur náð góðum árangri með liðið, árangurinn á þessu tímabili var hins vegar ekki nógu góður og það var staðfest í morgun að Brighton væri búið að reka Hughton. 15. sæti var niðurstaðan hjá Brighton á síðasta tímabili en 17. sætið þetta árið, það var ekki ljóst fyrr en þann 4. maí að Brighton myndi halda sæti sínu í deildinni.

Liðið fór frekar hægt á stað, í 2. umferð sigraði Brighton, Manchester United 3-2. Næsti sigur eftir þetta kom ekki fyrr en í 8. umferð. Október mánuður reyndist Brighton mjög góður þar sem þeir unnu alla þrjá leiki sína.

Liðið vann alls níu leiki í vetur og sjö af sigrunum komu fyrir áramótin, gengið eftir áramótin var langt frá því að vera gott, liðið slapp þó við fall en þurfti að berjast allt þar til í næst síðustu umferð deildarinnar til að halda sæti sínu.

Brighton fékk Manchester City í heimsókn í lokaumferðinni, það var mikið undir hjá City en ekkert undir hjá Brighton. Liverpool þurfti að treysta á að Brighton myndi stríða City í lokaumferðinni svo að þeir ættu möguleika á Englandsmeistaratitlinum. Brighton náði hins vegar ekkert að stríða City sem tryggði sér Englandsmeistaratitilinn á Amex-vellinum í gær.

Besti leikmaður Brighton á tímabilinu:
Írski varnarmaðurinn Shane Duffy var valinn bestur hjá Brighton, Duffy skilaði sínu ekki aðeins í vörninni því hann skoraði einnig fimm mörk og lagði upp eitt.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Glenn Murray: 13 mörk.
Shane Duffy: 5 mörk.
Florin Andone: 3 mörk.
Pascal Gross: 3 mörk.
Lewis Dunk: 2 mörk.
Anthony Knockaert: 2 mörk.
Jurgen Locadia: 2 mörk.
Leon Balogun: 1 mark.
Beram Kayal: 1 mark.
Solly March: 1 mark.
Davy Pröpper: 1 mark.
Dale Stephens: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Anthony Knockaert: 6 stoðsendingar.
Solly March: 5 stoðsendingar.
Pascal Gross: 3 stoðsendingar.
Shane Duffy: 1 stoðsending.
Lewis Dunk: 1 stoðsending.
Bernardo: 1 stoðsending.
Jose Izquierdo: 1 stoðsendig.
Beram Kayal: 1 stoðsending.
Martin Montoya: 1 stoðsending.
Glenn Murray: 1 stoðsending.
Davy Pröpper: 1 stoðsending.
Bruno: 1 stoðsending.
Dale Stephens: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Glenn Murray: 38 leikir.
Lewis Dunk: 36 leikir.
Solly March: 35 leikir.
Shane Duffy: 35 leikir.
Mat Ryan: 34 leikir.
Davy Pröpper: 30 leikir.
Dale Stephens: 30 leikir.
Anthony Knockaert: 30 leikir.
Yves Bissouma: 28 leikir.
Jurgen Locadia: 26 leikir.
Pascal Gross: 25 leikir.
Martin Montoya: 25 leikir.
Florin Andone: 23 leikir.
Gaetan Bong: 22 leikir.
Bernardo: 22 leikir.
Alireza Jahanbakhsh: 19 leikir.
Beram Kayal: 18 leikir.
Jose Izquierdo: 15 leikir.
Bruno: 14 leikir.
Leon Balogun: 8 leikir.
David Button: 4 leikir.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Brighton var ekki nógu góð í vetur, liðið fékk á sig 60 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markaskorarinn mikli Glenn Murray skoraði hæst í Fantasy leiknum vinsæla hjá Brighton í vetur, hann fékk 129 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Brighton fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði hárrétt fyrir um gengi Brighton á tímabilinu, 17. sætið var spáin og sú varð raunin.

Spáin fyrir enska - 17. sæti: Brighton

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Brighton á tímabilinu.
England: Arfaslök frammistaða Man Utd gegn Brighton
Davy Propper fyrsti útileikmaðurinn síðan 2010 til þess að byrja leik en ná ekki að snerta boltann
Einkunnir Arsenal og Brighton: Lewis Dunk átti stórleik
Hughton rekinn frá Brighton (Staðfest)

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18. sæti Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner