Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 13. maí 2019 14:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 18. sæti: Cardiff
Aron Einar var Cardiff gríðarlega mikilvægur í vetur, hann heldur nú til Katar eftir átta ár í Wales.
Aron Einar var Cardiff gríðarlega mikilvægur í vetur, hann heldur nú til Katar eftir átta ár í Wales.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock er knattspyrnustjóri Cardiff.
Neil Warnock er knattspyrnustjóri Cardiff.
Mynd: Getty Images
Neil Etheridge markvörður Cardiff var valinn bestur.
Neil Etheridge markvörður Cardiff var valinn bestur.
Mynd: Getty Images
Victor Camarasa skoraði fimm og lagði upp fjögur.
Victor Camarasa skoraði fimm og lagði upp fjögur.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, sunnudag. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Arons Einars og félaga í Cardiff City.

Cardiff lenti í 2. sæti Championship deildarinnar í fyrra og komast þar með upp í úrvalsdeildina. Eftir mikla baráttu var niðurstaðan að lokum fall, þetta var ljóst eftir 2-3 tap gegn Crystal Palace þann 4. maí. Cardiff fór frekar illa af stað og fyrsti sigur liðsins kom ekki fyrr en þann 20. október, Aron Einar Gunnarsson lék einmitt sinn fyrsta leik á tímabilinu þennan dag þegar liðið sigraði Burnley, 4-2. Cardiff vann samtals tíu deildarleiki í vetur.

Aron Einar snéri aftur inn í lið Cardiff af miklum krafti og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína í fyrsta leiknum sínum á tímabilinu, hann reyndist Cardiff eins og svo oft áður mjög miklvægur í vetur. Aron heldur nú af stað í nýtt ævintýri þar sem hann mun spila undir stjórn Heimis Hallgrímssonar í Katar eftir átta ár í Wales.

Stjórinn Neil Warnock er samningsbundinn Cardiff til ársins 2020, hann sagðist þó ekki viss um hvort hann yrði áfram með liðið eftir að það var ljóst að liðið var fallið. Warnock sem er á sínu sjötugasta og fyrsta aldursári sagði þetta tímabil vera mögulega það besta á hans stjóraferli sem hófst árið 1980.

Það er ekki hægt að gera upp tímabil Cardiff án þess að minnast Argentínumannsins Emiliano Sala sem fórst í flugslysi í janúar síðastliðnum þegar hann var á leið til Cardiff. Cardiff hafði þá nýlega keypt Sala frá Nantes í Frakklandi fyrir metfé, hann lék aldrei leik fyrir félagið. Flugvél með Sala og flugmanninn David Ibbotson innanborðs fórst yfir Ermasundi, líkamsleifar Sala fundust eftir umfangsmikla leit en líkamsleifar flugmannsins hafa ekki fundist.

Besti leikmaður Cardiff á tímabilinu:
Markvörðurinn Neil Etheridge var valinn besti leikmaður tímabilsins hjá Cardiff, hann hélt markinu tíu sinnum hreinu. Etheridge varði þrjár vítaspyrnur í vetur, enginn varði fleiri vítaspyrnur.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Victor Camarasa: 5 mörk.
Bobby Reid: 5 mörk.
Sol Bamba: 4 mörk.
Callum Paterson: 4 mörk.
Nathaniel Mendez-Laing: 4 mörk.
Junior Hoilett: 3 mörk.
Josh Murphy: 3 mörk.
Aron Einar Gunnarsson: 1 mark.
Kadeem Harris: 1 mark.
Sean Morrison: 1 mark.
Danny Ward: 1 mark.
Kenneth Zohore: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Victor Camarasa: 4 stoðsendingar.
Sean Morrison: 3 stoðsendingar.
Bobby Reid: 2 stoðsendingar.
Josh Murphy: 2 stoðsendingar.
Harry Arter: 1 stoðsending.
Sol Bamba: 1 stoðsending.
Joe Bennett: 1 stoðsending.
Bruno Manga: 1 stoðsending.
Aron Einar Gunnarsson: 1 stoðsending.
Junior Hoilett: 1 stoðsending.
Nathaniel Mendez-Laing: 1 stoðsending.
Callum Paterson: 1 stoðsending.
Kenneth Zohore: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Neil Etheridge: 38 leikir.
Bruno Manga: 38 leikir.
Sean Morrison: 34 leikir.
Victor Camarasa: 32 leikir.
Junior Hoilett: 32 leikir.
Joe Bennett: 30 leikir.
Josh Murphy: 29 leikir.
Sol Bamba: 28 leikir.
Joe Ralls: 28 leikir.
Aron Einar Gunnarsson: 28 leikir.
Callum Paterson: 27 leikir.
Bobby Reid: 27 leikir.
Harry Arter: 25 leikir.
Nathaniel Mendez-Laing: 20 leikir.
Lee Peltier: 20 leikir.
Kenneth Zohore: 19 leikir.
Danny Ward: 14 leikir.
Kadeem Harris: 13 leikir.
Oumar Niasse: 13 leikir.
Leandro Bacuna: 11 leikir.
Greg Cunningham: 7 leikir.
Gary Madine: 5 leikir.
Jazz Richards: 4 leikir.
Rhys Healey: 3 leikir.
Loic Damour: 2 leikir.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Cardiff var ekkert sérstök í vetur, fékk á sig alls 69 mörk sem er minnst af þeim liðum sem féllu.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörðurinn Neil Etheridge spilaði alla leiki Cardiff í vetur, hélt markinu hreinu tíu sinnum og varði þrjár vítaspyrnur. Hann fékk flest stigin í Fantasy, alls 154 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Cardiff fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Cardiff falli fyrir tímabilið, 20. sæti var spáin en þeir gerðu örlítið betur en það og enduðu í 18. sæti en fall engu að síður niðurstaðan.
Spáin fyrir enska 20. sæti - Cardiff

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Cardiff á tímabilinu.
„Aron Einar eins og hann hefði aldrei verið í burtu"
Aron: Skiptir ekki máli þó ég sé á síðasta ári samningsins
Warnock óáængður með Liverpool og Clyne - „Algjör óvirðing"
Dýrasti leikmaður Cardiff í flugvél sem er týnd
Warnock grét í leikslok
Líkamsleifarnar sem fundust eru af Emiliano Sala
Eiginkona Warnock hefði ekki stöðvað hann
Aron Einar: Höfum gengið í gegnum margt á átta árum
England: Cardiff fallið þrátt fyrir hetjulega baráttu

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18. Cardiff
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner