Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. maí 2019 10:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 20. sæti: Huddersfield
David Wagner hætti með Huddersfield í janúar.
David Wagner hætti með Huddersfield í janúar.
Mynd: Getty Images
Christopher Schindler var valinn bestur hjá Huddersfield.
Christopher Schindler var valinn bestur hjá Huddersfield.
Mynd: Getty Images
Huddersfield er fallið.
Huddersfield er fallið.
Mynd: Getty Images
Karlan Grant skoraði mest hjá Huddersfield, fjögur mörk.
Karlan Grant skoraði mest hjá Huddersfield, fjögur mörk.
Mynd: Getty Images
Jan Siewert tók við Huddersfield eftir að David Wagner hætti.
Jan Siewert tók við Huddersfield eftir að David Wagner hætti.
Mynd: Getty Images
Steve Mounie lagði upp flest mörkin, hann lagði upp þrjú mörk.
Steve Mounie lagði upp flest mörkin, hann lagði upp þrjú mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, sunnudag. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Við byrjum á að skoða gengi Huddersfield í vetur.

Huddersfield er fallið úr ensku úrvalsdeildinni og það er alveg óhætt að segja að þetta sé eitt slakasta lið sem spilað hefur í deildinni. Liðið fékk aðeins 16 stig og sem dæmi má nefna að það minnsta sem lið hefur fengið á einu tímabili er 11 stig, það var Derby County tímabilið 2007/2008.

Þetta var annað tímabil Huddersfield í úrvalsdeildinni, á síðasta tímabili náði liðið í 37 stig og endaði í 16. sæti, fjórum stigum frá fallsæti en eftir ævintýrið á fyrsta tímabilinu var gengið eins og fyrr segir ömurlegt í vetur.

David Wagner tók við Huddersfield árið 2015 og það er alveg óhætt að segja að hann hafi náð að gera mjög góða hluti með liðið. Hann stýrði því upp úr Championship deildinni vorið 2017 og náði að halda liðinu uppi fyrsta árið en annað tímabilið gekk mjög erfiðlega og hann hætti með liðið í janúar.

Eftirmaður David Wagner hjá Huddersfield var Jan Siewert en hann stýrði áður varaliði Dortmund. Gengi liðsins batnaði lítið eftir komu hans og liðið vann aðeins einn deildarleik eftir að hann tók við. Huddersfield tókst hins vegar að ná í frekar óvænt úrslit gegn Manchester United í 37. umferð sem gerði það að verkum að Rauðu djöflarnir áttu ekki lengur möguleika á að ná Meistaradeildarsæti, niðurstaðan í þessari viðureign var 1-1 jafntefli.

Huddersfield náði svo í annað stig í lokaumferðinni þegar þeir heimsóttu Southampton, þar var niðurstaðan 1-1 jafntefli líkt og í leiknum gegn United.

Besti leikmaður Huddersfield á tímabilinu:
Hjá Huddersfield var þýski varnarmaðurinn Christopher Schindler valinn bestur, þetta er annað árið í röð sem Schindler fær þennan titil. Hann hefur leikið fyrir félagið frá árinu 2016.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Karlan Grant: 4 mörk.
Zanka: 3 mörk.
Aaron Mooy: 3 mörk.
Philip Billing: 2 mörk.
Steve Mounie: 2 mörk.
Alex Pritchard: 2 mörk.
Juninho Bacuna: 1 mark.
Terence Kongolo: 1 mark.
Isaac Mbenza: 1 mark.
Christopher Schindler: 1 mark.
Jon Gorenc Stankovic: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Steve Mounie: 3 stoðsendingar.
Chris Löwe: 2 stoðsendingar.
Laurent Depoitre: 1 stoðsending.
Jonathan Hogg: 1 stoðsending.
Erik Durm: 1 stoðsending.
Zanka: 1 stoðsending.
Aaron Mooy: 1 stoðsending.
Terence Kongolo: 1 stoðsending.
Laurent Depoitre: 1 stoðsending.
Isaac Mbenza: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Christopher Schindler: 37 leikir.
Terence Kongolo: 32 leikir.
Jonas Lössl: 31 leikur.
Steve Mounie: 31 leikur.
Alex Pritchard: 30 leikir.
Jonathan Hogg: 29 leikir.
Chris Löwe: 29 leikir.
Aaron Mooy: 29 leikir.
Erik Durm: 28 leikir.
Philip Billing: 27 leikir.
Florent Hadergjonaj: 24 leikir.
Zanka: 24 leikir.
Laurent Depoitre: 23 leikir.
Isaac Mbenza: 22 leikir.
Juninho Bacuna: 21 leikur.
Elias Kachunga: 20 leikir.
Tommy Smith: 15 leikir.
Karlan Grant: 13 leikir.
Adama Diakhaby: 12 leikir.
Jon Gorenc Stankovic: 11 leikir.
Ben Hamer: 7 leikir.
Jason Puncheon: 6 leikir.
Rajiv van La Parra: 5 leikir.
Danny Williams: 5 leikir.
Ramadan Sobhi: 4 leikir.
Collin Quaner: 2 leikir.
Aaron Rowe: 2 leikir.
Abdelhamid Sabiri: 2 leikir.
Matty Daly: 2 leikir.
Demeaco Duhaney: 1 leikur.
Joel Coleman: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Eins og gefur að skilja þegar lið falla þá stendur vörnin ekki vel, Huddersfield fékk á sig 76 deildarmörk í vetur. Í fyrra fékk liðið á sig 58 mörk.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Danski markvörðurinn Jonas Lössl skoraði hæst af leikmönnum Huddersfield í vetur, hann fékk alls 99 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Huddersfield fyrir tímabilið?
Fótbolti.net spáði Huddersfield falli í spá sinni fyrir tímabilið, 18. sæti. Huddersfield féll og eins og áður hefur komið fram endaði liðið í 20. sæti.

Spáin fyrir enska - 18. sæti: Huddersfield

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Huddersfield á tímabilinu.
David Wagner hættur með Huddersfield (Staðfest)
Wagner bað um að yfirgefa Huddersfield
Wagner kveður - Fer Huddersfield sömu leið og síðast?
„Wagner breytti lífi fólks í kringum Huddersfield"
Jan Siewert tekinn við Huddersfield (Staðfest)
Aðeins Derby hefur fallið fyrr en Huddersfield
Siewert: Við sem félag verðum að læra af mistökum
Athugasemdir
banner
banner
banner