Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 13. maí 2019 13:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 19. sæti: Fulham
Ryan Sessegnon er spennandi leikmaður.
Ryan Sessegnon er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Slavisa Jokanovic var rekinn í nóvember.
Slavisa Jokanovic var rekinn í nóvember.
Mynd: Getty Images
Fulham er fallið.
Fulham er fallið.
Mynd: Getty Images
Claudio Ranieri tók við Fulham í nóvember og var rekinn í lok febrúar.
Claudio Ranieri tók við Fulham í nóvember og var rekinn í lok febrúar.
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic var markahæstur hjá Fulham, hann skoraði 11 mörk.
Aleksandar Mitrovic var markahæstur hjá Fulham, hann skoraði 11 mörk.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær, sunnudag. Í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða gengi Fulham á tímabilinu.

Ef maður þyrfti að lýsa tímabili í Fulham í einu orði þá væri það vonbrigði. Fulham var nýliði í deildinni í vetur eftir að hafa sigrað umspilið í Championship-deildinni vorið 2018, það var mikið að gera á leikmannamarkaðnum hjá Fulham fyrir tímabilið og liðið var komið með hóp sem átti að geta gert miklu betur en raunin varð. Það var ljóst eftir 4-1 tap gegn Watford þann 2. apríl að Fulham var fallið aftur niður í Championship-deildina.

Liðið náði sér í rauninni aldrei á strik, besti kaflinn kom eftir að liðið var fallið þegar þeir unnu þrjá leiki í röð gegn Everton, Bournemouth og Cardiff í apríl. Fyrir þessa þrjá sigurleiki hafði liðið aðeins unnið fjóra deildarleiki í vetur.

Slavisa Jokanovic stýrði Fulham upp úr Championship-deildinni, hann var rekinn í byrjun nóvember á síðasta ári, þá var liðið í botnsæti deildarinnar með 5 stig. Ítalinn Claudio Ranieri sem gerði Leicester að Englandsmeisturum á sínum tíma tók við stjórastarfinu hjá Fulham í kjölfarið. Gengi Fulham undir stjórn Ranieri batnaði lítið sem ekkert og það endaði með því að Ranieri var rekinn í lok febrúar.

Það var svo Scott Parker sem stýrði Fulham út tímabilið, það gekk ekki vel til að byrja með en eins og fyrr segir kom góður kafli eftir að það var ljóst að liðið væri fallið. Það var svo tilkynnt á dögunum að Parker mun stýra Fulham áfram á næsta tímabili, Fulham tapaði síðustu tveimur leikjum sínum á tímabilinu.

Besti leikmaður Fulham á tímabilinu:
Englendingurinn ungi Ryan Sessegnon skoraði tvö og lagði upp sex í vetur, gríðarlegt efni sem verður eftirsóttur í sumar og hefur meðal annars verið mikið orðaður við Tottenham. Sessegnon verður 19 ára þann 18. maí.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Aleksandar Mitrovic: 11 mörk.
André Schurrle: 6 mörk.
Ryan Babel: 5 mörk.
Aboubakar Kamara: 3 mörk.
Ryan Sessegnon: 2 mörk.
Calum Chambers: 2 mörk.
Tom Cairney: 1 mark.
Floyd Ayité: 1 mark.
Jean Michael Seri: 1 mark.
Luciano Vietto: 1 mark.

Þessir lögðu upp mörkin:
Ryan Sessegnon: 6 stoðsendingar.
Luciano Vietto: 4 stoðsendingar.
Ryan Babel: 3 stoðsendingar.
Aleksandar Mitrovic: 3 stoðsendingar.
Jean Michael Seri: 2 stoðsendingar.
Tom Cairney: 1 stoðsending.
Joe Bryan: 1 stoðsending.
Cyrus Christie: 1 stoðsending.
Maxime Le Marchand: 1 stoðsending.
Havard Nordtveit: 1 stoðsending.
Denis Odoi: 1 stoðsending.

Spilaðir leikir:
Aleksandar Mitrovic: 37 leikir.
Ryan Sessegnon: 35 leikir.
Jean Michael Seri: 32 leikir.
Denis Odoi: 31 leikur.
Tom Cairney: 31 leikur.
Calum Chambers: 31 leikur.
Sergio Rico: 29 leikir.
Joe Bryan: 28 leikir.
Cyrus Christie: 28 leikir
Tim Ream: 26 leikir.
Maxime Le Marchand: 26 leikir.
André Schurrle: 24 leikir.
André-Frank Zambo Anguissa: 22 leikir.
Luciano Vietto: 20 leikir.
Floyd Ayité: 16 leikir.
Ryan Babel: 16 leikir.
Kevin McDonald: 15 leikir.
Alfie Mawson: 15 leikir.
Aboubakar Kamara: 13 leikir.
Timothy Fosu-Mensah: 12 leikir.
Stefan Johansen: 12 leikir.
Marcus Bettinelli: 7 leikir.
Neeskens Kebano: 7 leikir.
Havard Nordtveit: 5 leikir.
Ibrahima Cissé: 3 leikir.
Fabri: 2 leikir.
Harvey Elliott: 2 leikir.
Lazar Markovic: 1 leikur.

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Þegar lið falla þá vantar alltaf upp á varnarleikinn, Fulham fékk alls á sig 81 mark á tímabilinu, ekkert lið fékk á sig fleiri mörk í úrvalsdeildinni.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier league í vetur?
Serbinn Aleksandar Mitrovic skoraði hæst í Fantasy leiknum vinsæla hjá Fulham, hann fékk alls 134 stig.

Í hvaða sæti spáði Fótbolti.net Fulham fyrir tímabilið?
Í spá Fótbolta.net fyrir tímabilið var því spáð að Fulham héldi sæti sínu nokkuð örugglega og myndi enda tímabilið í 13. sæti en svo fór nú ekki, fall var niðurstaðan.

Spáin fyrir enska - 13. sæti: Fulham

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Fulham á tímabilinu
Ryan Sessegnon skráði sig í sögubækurnar
Jokanovic: Vanvirðing gagnvart öllum hjá Fulham
Fulham rekur þjálfarann - Ranieri tekur við (Staðfest)
Ranieri um nýja starfið: Við gefumst ekki upp
Ranieri rekinn frá Fulham (Staðfest)
Eigandi Fulham: Ekki ásættanlegur árangur
England: Fulham fallið
Parker áfram stjóri Fulham þrátt fyrir fall (Staðfest)

Enska uppgjörið.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19. sæti Fulham
20. sæti Huddersfield
Athugasemdir
banner
banner
banner