Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 13. júní 2024 20:23
Ívan Guðjón Baldursson
Bologna reynir að kaupa Gosens aftur til Ítalíu
Mynd: Union Berlin
Vængbakvörðurinn Robin Gosens var algjör lykilmaður í öflugu liði Atalanta áður en hann var keyptur til Inter fyrir um 30 milljónir evra.

Gosens hreif ekki á dvöl sinni hjá Inter og lenti undir í baráttunni við hinn feykiöfluga Federico Dimarco.

Inter krækti sér svo í Carlos Augusto frá Monza og setti Gosens á sölulista eftir slakt fyrsta tímabil hjá félaginu.

Union Berlin keypti Gosens til Þýskalands fyrir rúmar 12 milljónir evra og kom hann að 11 mörkum í 37 leikjum er Union rétt bjargaði sér frá falli með sigri gegn Freiburg í lokaumferð þýska deildartímabilsins.

Union er talið vera reiðubúið til að selja Gosens fyrir rétta upphæð, en Bologna hefur sett sig í samband við þýska félagið og lagði fram formlegt tilboð á dögunum.

Það tilboð hljóðaði upp á tæplega 10 milljónir evra í heildina, en Union Berlin er talið vilja fá að minnsta kosti 15 milljónir fyrir bakvörðinn.

Gosens er að verða þrítugur í júlí og á 20 landsleiki að baki fyrir Þýskaland. Hann á fjögur ár eftir af samningi sínum í Berlín.
Athugasemdir
banner
banner