Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 13. júní 2024 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA - Fram í beinni á KA TV
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Klukkan 18:00 hefst viðureign KA og Fram í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. Leikurinn fer fram á Greifavellinum á Akureyri. KA sýnir leikinn beint á KA TV.

KA TV hefur í gegnum tíðina verið með mjög öflugar útsendingar. Leiknum verður lýst, það verða endursýningar og tölfræði.

Aðgangur að útsendingunni kostar 1.000 kr og má nálgast streymið hér.

KA verður einnig með öfluga upphitun fyrir leik fyrir þá sem mæta á Greifavöllinn. Upphitunin hefst klukkan 16:00 á vellinum og mun Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, leggja upp leikinn fyrir stuðningsmenn klukkan 16:45.

„Við verðum með allskonar leiki á svæðinu, gefum frían ís meðan birgðir endast og þá verða tilboð á drykkjum og grillið verður á sínum stað," segir í færslu KA á samfélagsmiðlum.

Fram er í 6. sæti í Bestu deildinni og KA er í 11. sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner