Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   fim 13. júní 2024 09:39
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Football-Italia 
Málið á hendur Alberti gæti skemmt áhuga Inter og Tottenham
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: EPA
Í ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport er sagt að mál Alberts Guðmundssonar, sem ákærður er fyrir kynferðisbrot, gæti dregið úr áhuga Inter og Tottenham á honum.

Albert lék frábærlega fyrir Genoa á liðnu tímabili, skoraði sextán mörk og átti fimm stoðsendingar í 37 leikjum. Stór félög hafa sýnt honum áhuga en ítalskir fjölmiðlar segja sakamálið geta sett strik í reikninginn varðandi möguleg félagaskipti.

Héraðssaksóknari hér á Íslandi tók í febrúar á þessu ári ákvörðun um að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi.

Þetta staðfesti Eva Bryndís Helgadóttir lögmaður konunnar sem lagði fram kæru á hendur Alberti við Vísi í síðasta mánuði.

Albert var vegna málsins ekki valinn í landsliðshóp Íslands sem lék vináttulandsleiki gegn Englandi og Hollandi. Hann hefur þó haldið áfram að spila fyrir Genoa þrátt fyrir að málið væri í gangi.
Athugasemdir
banner