Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fös 24. maí 2024 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir | RÚV 
Albert verður ákærður fyrir kynferðisbrot
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa og íslenska landsliðsins, verður ákærður fyrir kynferðisbrot. Þetta staðfesti Eva Bryndís Helgadóttir sem er lögmaður konunnar sem lagði fram kæru á hendur Alberti síðasta sumar.

Vísir fjallar um málið.

Þar segir að ríkissaksóknari hafi fellt ákvörðun héraðssaksóknara í máli Alberts Guðmundssonar úr gildi og lagt fyrir héraðssaksóknara að höfða sakamál á hendur honum.

Héraðssaksóknari tók í febrúar á þessu ári ákvörðun um að fella málið niður. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara sem hefur nú fellt ákvörðun héraðssaksóknara úr gildi. Héraðssaksóknari kemur því til með að gefa út ákæru á hendur Alberti.

Eva Bryndís segir að í niðurstöðu ríkissaksóknara sé tekið fram að talið sé líklegt að gögn málsins leiði til sakfellis.

Í samtali við RÚV segist Eva Bryndís ekki vita hvenær málið verður tekið fyrir. „Nú fer bara málið sína leið í dómskerfinu. Það á eftir að gefa út ákæru og birta hana og þingfesta og það er ómögulegt að segja hvaða tímalína bíður í málinu.“
Athugasemdir
banner
banner