Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 13. júlí 2021 15:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskur sóknarmaður í Fjölni (Staðfest)
Lengjudeildin
Fjölnir er búið að bæta við sig leikmanni fyrir átökin í Lengjudeildinni næstu mánuði.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Michael Bakare og er enskur sóknarmaður.

Hann er 34 ára gamall og hefur mikið flakkað um á Englandi, í neðri deildunum þar. Hann hefur einnig spilað í Wales og skoraði hann 31 mark í 80 leikjum með Connah's Quay Nomads þar í landi frá 2017 til 2020.

Hann er núna mættur í Fjölni og er honum ætlað að skora mörk. Fjölnir hefur vantað markaskorara.

Fjölnir er sem stendur í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum frá ÍBV í öðru sæti.

Sjá einnig:
„Ætlum að halda okkar mönnum, bæta við og keyra á þetta"
Athugasemdir
banner
banner