Man Utd ætlar að selja Antony - Zirkzee til Arsenal?
   mið 13. júlí 2022 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkastur í 12. umferð - Erum hungraðir í meira
Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.)
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það er Steypustöðin sem færir þér leikmann umferðarinnar í Bestu deildinni. Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, er leikmaður tólftu umferðar, en hann var besti maður vallarins þegar Leiknir vann stórkostlegan 0-3 sigur gegn Stjörnunni.

„Bjarki var stórkostlegur í dag, skorar fyrsta mark leiksins og gjörsamlega læsir svo marki Leiknismanna í seinni hálfleik, blokkaði hvert skotið á fætur öðru," skrifaði Baldvin Borgarsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  3 Leiknir R.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 12. umferðar

„Mér fannst þessi leikur vera í takti við frammistöðu okkar í síðustu leikjum. Við höfum verið að gera mjög vel að mínu mati eftir erfiða byrjun og í gær féll þetta svolítið með okkur sem hefur kannski vantað. Oft þarf bara þennan herslumun til að aðstoða mann aðeins," segir Bjarki.

Leiknismenn eru núna búnir að vinna tvo leiki í röð og eru komnir frá fallsvæðinu.

„Það er engin ein ástæða fyrir þessu; ég held að stór hluti af því sé þolinmæði og óbilandi trú á verkefninu. Það er ótrúlega góður andi í hópnum og hefur haldist þrátt fyrir svolítið dræma stigasöfnun. Þetta sýnir bara styrk liðsins og allra í kringum það. Frábær stuðningur Ghetto Boys hefur líka hjálpað okkur mikið í síðustu leikjum."

Bjarki skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í þessum leik. „Já, mjög góð tilfinning. Það var virkilega gaman að sjá hann inni," segir miðvörðurinn öflugi.

„Mér líður frábærlega í Breiðholti og hefur gert frá byrjun. Það er ótrúlega gott fólk í félaginu, mikil samheldni og auðvelt að tengjast öllu hér. Ofan á það hefur komið mikill kraftur með Sigga síðan hann kom í Leikni og við vinnum mjög vel saman."

Núna er bara horft upp á við í Breiðholti. „Við erum hungraðir í meira og hlökkum til næstu leikja."

Leikmenn umferðarinnar:
11. umferð - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
10. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
9. umferð - Eyþór Aron Wöhler (ÍA)
8. umferð - Guðmundur Magnússon (Fram)
7. umferð - Daníel Laxdal (Stjarnan)
6. umferð - Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
5. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
4. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
3. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Stefánsson (ÍA)
1. umferð - Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner