Hinn bráðefnilegi Daníel Tristan Guðjohnsen hefur verið sterklega orðaður við sænska félagið Malmö upp á síðkastið.
Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því fyrst í þessari viku að Daníel Tristan væri á leið til Svíþjóðar til sigursælasta félagsins þar.
Arnar Laufdal Arnarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sagði frá því fyrst í þessari viku að Daníel Tristan væri á leið til Svíþjóðar til sigursælasta félagsins þar.
Daníel Tristan er yngsti sonur Eiðs Smára Guðjohnsen og Ragnheiðar Sveinsdóttur, en hann er fæddur árið 2006. Hann er uppalinn á Spáni og spilaði með unglingaliði Barcelona áður en hann færði sig yfir til Real Madrid fyrir fjórum árum.
Daníel, sem er bara 16 ára, á að baki sjö landsleiki fyrir U16 og U17 ára landslið Íslands og gert eitt mark.
Milos Milojevic, þjálfari Malmö, var spurður út í Daníel Tristan á fréttamannafundi í gær eftir nauman sigur á Víkingi í forkeppni Meistaradeildarinnar.
„Ég get ekki sagt mikið um það. Við getum ekki talað um leikmenn sem eru ekki í okkar herbúðum. Ég get sagt að við verðum ánægðir ef við getum bætt íslenskum leikmanni í hópinn og ég verð ekkert minna ánægður ef hann er með góð gen og kemur úr Guðjohnsen fjölskyldunni," sagði Milos.
Milos þekkir það vel að vinna með íslenskum leikmönnum þar sem hann er fyrrum þjálfari Breiðabliks og Víkings.
Athugasemdir