Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
banner
   lau 13. júlí 2024 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Segir að Julián Álvarez hafi hafnað bættum samning
Mynd: Getty Images
Spænski fréttamaðurinn Marcos Benito heldur því fram að argentínski framherjinn Julián Álvarez hafi hafnað nýjum samningi hjá Manchester City í sumar.

Álvarez er ósáttur með lítinn spiltíma hjá City og vill leita á önnur mið þrátt fyrir að Englandsmeistararnir hafi boðið honum launahækkun.

Álvarez er einnig ósáttur með verðmiðann sem City hefur sett á sig og ætlar í viðræður við stjórnendur félagsins í tilraun til að lækka upphæðina sem þarf til að kaupa hann.

Paris Saint-Germain er talið vera áhugasamt um að tryggja sér krafta Álvarez og þá hefur Arsenal einnig verið nefnt til sögunnar.

Álvarez er 24 ára gamall og hefur skorað 36 mörk í 103 leikjum á tveimur árum hjá City. Þó hann hafi tekið þátt í mörgum leikjum þá er leikmaðurinn ósáttur með hversu oft hann byrjar á varamannabekknum.
Athugasemdir
banner
banner