Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 13. september 2020 20:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valencia byrjaði á sigri - Selt lykilmenn í sumar
Gabriel Paulista skoraði.
Gabriel Paulista skoraði.
Mynd: Getty Images
Valencia, sem hefur selt marga af sínum bestu leikmönnum í sumar, byrjar spænsku úrvalsdeildina á sigri og þremur stigum.

Valencia tók á móti Levante og náði að knýja fram sigur eftir að hafa lent tvisvar undir. Manu Vallejo var hetja Valencia en hann gerði tvennu á síðasta stundarfjórðungi leiksins

Valencia hefur selt leikmenn eins og Ferran Torres, Francis Coquelin, Dani Parejo og Rodrigo í sumar. Engir nýjir leikmenn hafa komið til félagsins í staðinn, en félagið ákvað að lækka kostnað hjá sér vegna kórónuveirufaraldursins.

Villarreal byrjar ekki eins vel og Valencia í La Liga á nýju tímabili, liðið gerði 1-1 jafntefli við Huesca á heimavelli.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara og þar fyrir neðan má skoða frétt með úrslitunum úr hinum tveimur leikjum dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Valencia 4 - 2 Levante
0-1 Jose Luis Morales ('1 )
1-1 Gabriel Paulista ('12 )
1-2 Jose Luis Morales ('36 )
2-2 Maxi Gomez ('39 )
3-2 Manu Vallejo ('75 )
4-2 Manu Vallejo ('90)

Villarreal 1 - 1 Huesca
0-1 Pablo Maffeo ('42 )
1-1 Gerard Moreno ('68 , víti)

Önnur úrslit:
Spánn: Tello gerði sigurmark Betis - Jafnt hjá Sociedad
Athugasemdir
banner
banner