Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 13. september 2020 16:11
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Tello gerði sigurmark Betis - Jafnt hjá Sociedad
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í spænska boltanum. Þar náði Real Betis í þrjú stig úr fyrstu umferð á meðan Real Sociedad gerði jafntefli við Real Valladolid.

Betis lagði Alaves að velli þökk sé sigurmarki frá Cristian Tello, fyrrum leikmanni Barcelona, á lokasekúndum uppbótartímans.

Betis var betri aðilinn í dag og skoraði Tello eftir stutta hornspyrnu þar sem Sergio Canales átti stoðsendinguna.

Viðureign Valladolid og Sociedad var furðu jöfn. Michel kom heimamönnum yfir undir lok fyrri hálfleiks og jafnaði Roberto Lopez snemma í síðari hálfleik.

Alaves 0 - 1 Real Betis
0-1 Cristian Tello ('94)

Real Valladolid 1 - 1 Real Sociedad
1-0 Michel ('40)
1-1 Roberto Lopez ('60)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Espanyol 4 2 2 0 5 3 +2 8
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 4 0 2 2 2 6 -4 2
19 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner