Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   þri 13. september 2022 22:38
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander Aron: Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara góð frammistaða og við skorum úr föstu leikatriði og höldum vel í boltann. En þetta var bara hörkuleikur fyrir okkur samt, þetta voru bara tvö lið með bakið upp við vegg algjörlega og það sást að það var svolítið stress í leikmönnum að taka sénsa," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í sannkölluðum botnbaráttuslag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og bar þess merki að mikið væri undir. Það var meira um færi og opnanir í þeim síðari.

„Bæði lið vildu bara passa markið sitt og þetta er svolítið þannig leikur að fyrsta markið er svolítið sem skiptir máli, sem betur fer kom það okkar megin."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

„Það er einhvern veginn í Aftureldingu að þegar við förum í úrslitaleiki þá kviknar á okkur almennilega og eins og gerðist hérna í seinni hálfleik, við vorum með yfirhöndina allan leikinn og þetta var bara svona síðasta sendingin eftir hornspyrnuna, við vorum grimmar þarna og kláruðum þetta."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra en hefur verið meidd stærsta hluta þessa tímabils. Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag þegar hún kom Aftureldingu í 2-0, mikilvægt mark sem var á endanum sigurmark leiksins.

„Já eins og ég er búinn að segja, við erum líka mjög stolt af tímabilinu okkar í efstu deild. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum fyrsta leikinn sinn í efstu deild á Íslandi og spila 31 leikmanni og ég er bara mjög stoltur af liðinu að sýna svona karakter. Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife sko," sagði Alexander.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Alexander meðal annars um síðustu þrjá leiki tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner