Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   þri 13. september 2022 22:38
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander Aron: Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara góð frammistaða og við skorum úr föstu leikatriði og höldum vel í boltann. En þetta var bara hörkuleikur fyrir okkur samt, þetta voru bara tvö lið með bakið upp við vegg algjörlega og það sást að það var svolítið stress í leikmönnum að taka sénsa," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í sannkölluðum botnbaráttuslag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og bar þess merki að mikið væri undir. Það var meira um færi og opnanir í þeim síðari.

„Bæði lið vildu bara passa markið sitt og þetta er svolítið þannig leikur að fyrsta markið er svolítið sem skiptir máli, sem betur fer kom það okkar megin."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

„Það er einhvern veginn í Aftureldingu að þegar við förum í úrslitaleiki þá kviknar á okkur almennilega og eins og gerðist hérna í seinni hálfleik, við vorum með yfirhöndina allan leikinn og þetta var bara svona síðasta sendingin eftir hornspyrnuna, við vorum grimmar þarna og kláruðum þetta."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra en hefur verið meidd stærsta hluta þessa tímabils. Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag þegar hún kom Aftureldingu í 2-0, mikilvægt mark sem var á endanum sigurmark leiksins.

„Já eins og ég er búinn að segja, við erum líka mjög stolt af tímabilinu okkar í efstu deild. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum fyrsta leikinn sinn í efstu deild á Íslandi og spila 31 leikmanni og ég er bara mjög stoltur af liðinu að sýna svona karakter. Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife sko," sagði Alexander.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Alexander meðal annars um síðustu þrjá leiki tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner