Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   þri 13. september 2022 22:38
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander Aron: Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara góð frammistaða og við skorum úr föstu leikatriði og höldum vel í boltann. En þetta var bara hörkuleikur fyrir okkur samt, þetta voru bara tvö lið með bakið upp við vegg algjörlega og það sást að það var svolítið stress í leikmönnum að taka sénsa," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í sannkölluðum botnbaráttuslag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og bar þess merki að mikið væri undir. Það var meira um færi og opnanir í þeim síðari.

„Bæði lið vildu bara passa markið sitt og þetta er svolítið þannig leikur að fyrsta markið er svolítið sem skiptir máli, sem betur fer kom það okkar megin."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

„Það er einhvern veginn í Aftureldingu að þegar við förum í úrslitaleiki þá kviknar á okkur almennilega og eins og gerðist hérna í seinni hálfleik, við vorum með yfirhöndina allan leikinn og þetta var bara svona síðasta sendingin eftir hornspyrnuna, við vorum grimmar þarna og kláruðum þetta."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra en hefur verið meidd stærsta hluta þessa tímabils. Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag þegar hún kom Aftureldingu í 2-0, mikilvægt mark sem var á endanum sigurmark leiksins.

„Já eins og ég er búinn að segja, við erum líka mjög stolt af tímabilinu okkar í efstu deild. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum fyrsta leikinn sinn í efstu deild á Íslandi og spila 31 leikmanni og ég er bara mjög stoltur af liðinu að sýna svona karakter. Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife sko," sagði Alexander.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Alexander meðal annars um síðustu þrjá leiki tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner