Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Venni: Ég get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   þri 13. september 2022 22:38
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Alexander Aron: Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife
Kvenaboltinn
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mín fyrstu viðbrögð eru bara góð frammistaða og við skorum úr föstu leikatriði og höldum vel í boltann. En þetta var bara hörkuleikur fyrir okkur samt, þetta voru bara tvö lið með bakið upp við vegg algjörlega og það sást að það var svolítið stress í leikmönnum að taka sénsa," sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í sannkölluðum botnbaráttuslag.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og bar þess merki að mikið væri undir. Það var meira um færi og opnanir í þeim síðari.

„Bæði lið vildu bara passa markið sitt og þetta er svolítið þannig leikur að fyrsta markið er svolítið sem skiptir máli, sem betur fer kom það okkar megin."


Lestu um leikinn: Afturelding 2 -  1 KR

„Það er einhvern veginn í Aftureldingu að þegar við förum í úrslitaleiki þá kviknar á okkur almennilega og eins og gerðist hérna í seinni hálfleik, við vorum með yfirhöndina allan leikinn og þetta var bara svona síðasta sendingin eftir hornspyrnuna, við vorum grimmar þarna og kláruðum þetta."

Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir fór á kostum í Lengjudeildinni í fyrra en hefur verið meidd stærsta hluta þessa tímabils. Hún skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag þegar hún kom Aftureldingu í 2-0, mikilvægt mark sem var á endanum sigurmark leiksins.

„Já eins og ég er búinn að segja, við erum líka mjög stolt af tímabilinu okkar í efstu deild. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum fyrsta leikinn sinn í efstu deild á Íslandi og spila 31 leikmanni og ég er bara mjög stoltur af liðinu að sýna svona karakter. Ef ég væri sjálfur að spila í svona liði í sumar þá væri ég líklegast bara hættur og farinn til Tenerife sko," sagði Alexander.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan. Þar talar Alexander meðal annars um síðustu þrjá leiki tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner