Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
   mið 13. september 2023 15:50
Elvar Geir Magnússon
Rasmus í banni í spennandi lokaumferð
Lengjudeildin
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Omar Sowe verður í banni.
Omar Sowe verður í banni.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn reynslumikli Rasmus Christiansen verður í leikbanni hjá Aftureldingu þegar liðið heimsækir Þrótt í lokaumferð Lengjudeildarinnar á laugardag. Rasmus hefur safnað fjórum áminningum í sumar.

Afturelding verður að vinna leikinn og vonast til þess að ÍA tapi á sama tíma gegn Gróttu til að ná efsta sætinu og komast beint upp í Bestu deildina. Annars mun Afturelding fara í fjögurra liða umspil um hitt lausa sætið í efstu deild.

Leikurinn er einnig gríðarlega mikilvægur fyrir Þrótt sem berst fyrir lífi sínu í deildinni en liðið gæti fallið í lokaumferðinni.

Tveir leikmenn Gróttu verða í banni í leiknum gegn ÍA; Grímur Ingi Jakobsson og Patrik Orri Pétursson.

Fjórir leikmenn Fjölnis taka út bann þegar liðið mætir Njarðvík. Fjölnir er öruggt með sæti í umspilinu og mun mæta Vestra í undanúrslitum. Bjarni Þór Hafstein, Óliver Dagur Thorlacius, Sigurvin Reynisson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson taka út bann gegn Njarðvíkingum sem eru í fallhættu.

Fjórir leikmenn Vestra taka út bann þegar liðið mætir Selfossi. Það eru þeir Elmar Atli Garðarsson, Ibrahima Balde, Morten Ohlsen Hansen og Vladimir Tufegdzic. Selfoss er í fallsæti fyrir lokaumferðina og er með einn leikmann í banni; Ingva Rafn Óskarsson.

Omar Sowe, sóknarmaður Leiknis, tekur út bann gegn föllnum Ægismönnum. Leiknir er öruggt með að enda í fimmta sæti og mun mæta liðinu sem endar í öðru sæti, Aftureldingu eða ÍA, í undanúrslitum umspilsins. Anton Breki Viktorsson tekur út bann hjá Ægi.

laugardagur 16. september
Lengjudeild karla
14:00 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Þróttur R.-Afturelding (AVIS völlurinn)
14:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Fjölnir-Njarðvík (Extra völlurinn)
14:00 Þór-Grindavík (VÍS völlurinn)
14:00 Ægir-Leiknir R. (Þorlákshafnarvöllur)
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner