Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   mið 13. október 2021 11:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimir færist nær Stjörnunni - Klára þjálfaramálin í vikunni
Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er sífellt líklegra að Heimir Hallgrímsson muni taka við sem þjálfari Stjörnunnar. Heimir tæki þá við af Þorvaldi Örlygssyni sem tók við sem rekstrarstjóri knattspyrnudeildar á dögunum.

Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, vildi ekki staðfesta að Stjarnan væri í viðræðum við Heimi þegar Fótbolti.net náði tali á honum í dag.

„Við erum að vinna í því að koma þjálfaramálunum áfram. Ég get staðfest það að Stjarnan klárar þjálfaraferlið sitt í þessari viku," sagði Helgi Hrannarr við Fótbolta.net í dag.

Heimir er án starfs í fótboltanum eftir að hætt með Al Arabi í Katar fyrr á þessu ári. Hann er fyrrum landsliðsþjálfari þar sem hann stýrði landsliðinu inn á tvö stórmót.

Ágúst Gylfason, Jón Þór Hauksson og Ólafur Kristjánsson eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið hjá Stjörnunni.
Athugasemdir
banner
banner