Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 13. nóvember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hraunaði aftur yfir rétthafa deildarinnar - „Ekki séns að þetta fólk hafi tilfinningu fyrir fótbolta“
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: EPA
Liverpool mætir Manchester City á Etihad-leikvanginum klukkan 12:30 laugardaginn 25. nóvember, en það verður í fjórtánda sinn sem Liverpool spilar á þessum tíma eftir landsleikjahlé undir stjórn Jürgen Klopp.

Leiktímanum var breytt á dögunum og ekki Klopp til mikillar ánægju en hann er orðinn vel þreyttur á ákvörðunum rétthafa ensku úrvalsdeildarinnar.

Frá því Klopp tók við Liverpool hefur liðið þurft að spila fjórtán leiki á þessum tíma eftir landsleikjahlé eða átta sinnum oftar en Tottenham sem er í öðru sæti á listanum.

Klopp skaut enn og aftur á rétthafa deildarinnar eftir 3-0 sigurinn á Brentford í gær.

„Núna eru strákarnir farniar aftur og þegar þeir snúa aftur þá getum við æft einu sinni og síðan spilað við Man City. Hvernig getur þú sett leik eins og þennan á laugardag klukkan 12:30? Það er ekki séns að fólkið sem ákveður þetta hafi tilfinningu fyrir fótbolta,“ sagði Klopp.

„Þessi tvö lið eru með samtals 30 landsliðsmenn og þeir koma allir til baka á sömu vél. Allir Suður-Ameríkumennirnir sita í sömu flugvél og fljúga til baka. Ein flugvél og þeir eru mættir, það er sturlað, en við verðum bara að sjá til þess að við séum klárir,“ sagði hann ennfremur.

Þetta verður í þriðja sinn á tímabilinu sem Liverpool spilar hádegisleikinn á laugardegi eftir landsleikjaverkefni eða í öll skiptin á þessu tímabili til þessa.
Athugasemdir
banner