Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mán 13. nóvember 2023 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Riddersholm rekinn frá Íslendingaliði Norrköping (Staðfest)
Glen Riddersholm.
Glen Riddersholm.
Mynd: Norrköping
Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping hefur staðfest að félagið sé búið að reka stjórann Glen Riddersholm úr starfi.

Það var sagt frá því fyrir helgi að Riddersholm væri við það að fá sparkið úr starfinu.

Heimildir Fotbollskanalen herma að það hafi átt sér stað rifrildi á milli Riddersholm og stjórnenda Norrköping eftir að danski þjálfarinn sótti um störf annars staðar. Hann hefur til að mynda verið orðaður við OB í Danmörku.

Riddersholm var líka með kröfur gagnvart Norrköping sem félagið getur ekki tekið undir.

Riddersholm tók við Norrköping í fyrra en Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýráðinn þjálfari Haugesund, var einnig orðaður við starfið hjá Norrköping á þeim tíma.

Norrköping hefur verið mikið Íslendingafélag í gegnum tíðina en Arnór Ingvi Traustason, Ari Freyr Skúlason og Ísak Andri Sigurgeirsson eru á mála hjá félaginu núna. Þá er Andri Lucas Guðjohnsen samningsbundinn félaginu en hann er á láni hjá Lyngby í Danmörku.

Norrköping hafnaði í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á tímabilinu sem var að klárast.
Athugasemdir
banner
banner