Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 13. nóvember 2024 11:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ranieri að snúa aftur til að taka við Roma?
Mynd: EPA
Roma er í stjóraleit eftir að Ivan Juric var látinn fara á sunnudag. Juric tók við af Daniele De Rossi og var ekki lengi við stjórnvölinn, ekkert gekk og eigendur Roma rifu í annað sinn í gikkinn á þessu tímabili.

Erik ten Hag, Ruud van Nistelrooy, Vincenzo Montella og De Rossi hafa verið orðaðir við Roma en líkur eru á því að Claudrio Ranieri taki þjálfaramöppuna af hillunni og stýri liðinu til bráðabirgða.

Það er The Athletic sem fjallar um að Ranieri gæti tekið við liðinu út tímabilið.

Ranieri er 73 ára Ítali sem hefur tvisvar áður verið stjóri Roma. Ef hann tekur við liðinu núna þá verður hans fyrsti leikur gegn Napoli eftir ellefu daga. Roma er í 12. sæti ítölsku deildarinnar eftir erfiða byrjun.

Ranieri var síðast þjálfari Cagliari. Hann var síðast hjá Roma árið 2019 og hafði áður verið stjóri liðsins á árunum 2009-2011. Hans mesta afrek á stjóraferlinum er Englandsmeistaratitilinn sem hann vann með Leicester tímabilið 2015/16.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 17 13 1 3 42 19 +23 40
2 Napoli 17 12 2 3 26 12 +14 38
3 Inter 16 11 4 1 42 15 +27 37
4 Lazio 17 11 1 5 32 24 +8 34
5 Fiorentina 16 9 4 3 29 13 +16 31
6 Juventus 17 7 10 0 28 13 +15 31
7 Bologna 16 7 7 2 23 18 +5 28
8 Milan 16 7 5 4 25 16 +9 26
9 Udinese 17 7 2 8 21 26 -5 23
10 Roma 17 5 4 8 23 23 0 19
11 Empoli 17 4 7 6 16 19 -3 19
12 Torino 17 5 4 8 17 22 -5 19
13 Genoa 17 3 7 7 14 26 -12 16
14 Lecce 17 4 4 9 11 29 -18 16
15 Parma 17 3 6 8 23 33 -10 15
16 Como 17 3 6 8 18 30 -12 15
17 Verona 17 5 0 12 21 40 -19 15
18 Cagliari 17 3 5 9 16 28 -12 14
19 Venezia 17 3 4 10 17 30 -13 13
20 Monza 17 1 7 9 15 23 -8 10
Athugasemdir
banner
banner