Freyr Alexandersson er tekinn til starfa hjá Brann en hann var formlega kynntur á fréttamannafundi í gær. Liðið hefur hafnað í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar síðustu tvö ár.
Eftir æfingu hjá Brann í morgun sagði Freyr við norska fjölmiðla að hann vildi fá inn þrjá nýja leikmenn. Það þyrfti að fá inn leikmenn sem styrkja liðið og það þyrfti að nota fjármagnið á réttan hátt.
„Ég vil ekki kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn, það þurfa að vera réttu mennirnir," sagði Freyr samkvæmt BA.
Eftir æfingu hjá Brann í morgun sagði Freyr við norska fjölmiðla að hann vildi fá inn þrjá nýja leikmenn. Það þyrfti að fá inn leikmenn sem styrkja liðið og það þyrfti að nota fjármagnið á réttan hátt.
„Ég vil ekki kaupa leikmenn bara til að kaupa leikmenn, það þurfa að vera réttu mennirnir," sagði Freyr samkvæmt BA.
Hvaða leikmenn gætu verið á blaði hjá Frey?
Þegar maður hugsar út í hvaða íslensku leikmenn Freyr gæti mögulega reynt við koma nokkur nöfn strax í hugann.
Freyr hefur ekki farið leynt með dálæti sitt á íslenska landsliðsmanninum Loga Tómassyni sem steig stór skref upp á við á sínum ferli á liðnu ári. Logi, sem er vinstri bakvörður, er hjá Strömsgodset í Noregi en er á óskalista margra félaga.
Annar leikmaður sem Freyr sýndi áhuga þegar hann var hjá Kortrijk er Kolbeinn Finnsson, hans fyrrum leikmaður hjá Lyngby sem fær ekki mörg tækifæri hjá Utrecht.
Sævar Atli Magnússon lék undir stjórn Freys hjá Lyngby en samningur hans í Danmörku er að renna út og hann líklega á förum. Sævar Atli er með fjölhæfni og getur leyst margar stöður fram á við sem gæti hjálpað.
Sóknarmiðjumaðurinn Eggert Aron Guðmundsson er ekki í stóru hlutverki hjá Elfsborg í Svíþjóð og átti erfitt uppdráttar á sinni fyrstu leiktíð. Hann er sagður hugsa sér til hreyfings. Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson hefur tvö síðustu ár spilað með Elfsborg á láni frá Bologna á Ítalíu. Hann hefur verið orðaður við Montreal en er leikmaður sem Freyr gæti reynt við.
Gæti Freyr sótt leikmann úr íslensku Bestu deildinni? Brann var að selja kantmanninn Ole Didrik Blomberg til Noregsmeistara Bodö/Glimt. Ari Sigurpálsson kantmaður Víkings gæti verið einhver sem Freyr horfir til. Ari vill koma sér út í atvinnumennskuna eftir öfluga frammistöðu með Víkingi en hann hefur sýnt í Sambandsdeildinni hvers hann er megnugur.
Meðal annarra leikmanna sem Freyr hefur sýnt áhuga áður má svo nefna landsliðsmennina Mikael Anderson og Arnór Ingva Traustason.
Athugasemdir