Real Madrid vill varnarmann Tottenham - Newcastle setur svakalegan verðmiða á Isak - Guehi og Robinson til LIverpool?
   sun 14. febrúar 2016 10:00
Arnar Geir Halldórsson
Fram gefur Abel sektarsjóð sinn
Abel Dhaira
Abel Dhaira
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur hafið fjársöfnun fyrir markvörðinn Abel Dhaira. Abel var skorinn upp í Úganda fyrir áramót vegna krabbameins í kviðarholi sem nú hefur dreift sér í fleiri líffæri. Abel mun hefja læknismeðferð hér á landi í næstu viku.

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í neðangreind númer eða lagt beint inn á söfnunarreikning 582-14-602628 kt. 680197-2029.

9071010 – 1000kr
9071020 – 2000kr
9071030 – 3000kr


Grindavík gaf á dögunum sektarsjóð sinn í söfnunina fyrir Abel og skoruðu á önnur félög að gera slíkt hið sama. Framarar hafa svarað kallinu og ætla gera slíkt hið sama.

Yfirlýsing meistaraflokks karla hjá Fram

Meistaraflokkur karla í Fram hefur ákveðið að taka Grindavík á orðinu og styðja við bakið á Abel Dhaira með því að leggja sektarstjórðinn inn á söfnunarreikning ÍBV og Vodafone.

Við viljum einnig hvetja önnur lið landsins til að taka þátt í söfnuninni. Þegar erfiðleikar eins og þessir bjáta á erum við öll í sama liði.

Við sendum Abel hlýjar kveðjur og vonum að hann hafi betur í baráttunni. Áfram Abel!

Meistaraflokkur karla í Fram

Athugasemdir
banner
banner
banner