Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. mars 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid í viðræðum um Bellingham
Powerade
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: Getty Images
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martínez.
Emiliano Martínez.
Mynd: Getty Images
Marco Silva. Næsti stjóri Tottenham?
Marco Silva. Næsti stjóri Tottenham?
Mynd: EPA
Það er Meistaradeildarkvöld og slúðurmorgun. Bellingham, Kane, Osimhen, Nkunku, Martinez, Dumfries, Zaha og fleiri í Powerade slúðrinu í dag.

Fulltrúi Real Madrid fór nýlega til Þýskalands til að hitta Jude Bellingham (19) og hans fjölskyldu eftir að hafa gert enska miðjumanninn að algjörum forgangi fyrir komandi sumar. (AS)

Real Madrid er viljugt til að borga Borussia Dortmund 88 milljónir punda fyrir Bellingham með 35 milljónum í viðbót eftir ákvæðum. (Sport1)

Manchester United vill ekki eyða öllum glugganum í að reyna að fá Harry Kane (29) frá Tottenham í sumar og veit að það gæti reynst erfitt að ná samkomulagi við stjórnarformanninn Daniel Levy. United er því einnig að vinna í öðrum möguleikum, þar á meðal Victor Osimhen (24) sóknarmanni Napoli og serbneska sóknarmanninum Dusan Vlahovic (23) hjá Juventus. (ESPN)

Tottenham vill ekki selja Kane í sumar og reynir að fá enska sóknarmanninn til að gera nýjan samning. (Athletic)

Arsenal, Chelsea og Newcastle hafa áhuga á brasilíska framherjanum Raphinha (26) hjá Barcelona. (Calciomercato)

Félög í Sádi-Arabíu og bandarísku MLS-deildinni íhuga að bjóða Jesse Lingard (30) tilboð þegar samningur hans við Nottingham Forest rennur út eftir tímabilið. (Football Insider)

Juventus gæti rift samningi Paul Pogba (29) í sumar, ári eftir að hann kom aftur til félagsins frá Manchester United. (Gazetta dello Sport)

Christopher Nkunku (25) verður leikmaður Chelsea næsta tímabil eftir að félagið náði fullu samkomulagi við RB Leipzig um kaup á franska framherjanum. (Football Insider)

Tottenham hefur áhuga á Emiliano Martínez (30) og gæti gert Aston Villa tilboð í argentínska landsliðsmarkvörðinn á komandi vikum. (TyC Sports)

Javier Tebas, forseti La Liga, segist vilja sjá Kylian Mbappe (24), sóknarmann Paris St-Germain, spila fyrir Real Madrid. (Sport)

Brasilíski framherjinn Neymar (31) er ekki að leitast eftir því að yfirgefa PSG og vill ljúka ferlinum hjá franska félaginu. (Athletic)

Manchester United gæti gert annað tilboð í sumar í hollenska varnarmanninn Denzel Dumfries (26) hjá Inter. (Football Insider)

Manchester United hyggst senda úrúgvæska vængmanninn Facundo Pellistri (21) á lán næsta tímabil (Manchester Evening News)

Toni Kroos (33), fyrrum miðjumaður þýska landsliðsins, hefur ákveðið að taka að minnsta kosti eitt tímabil í viðbót með Real Madrid. (Mundo Deportivo)

Al-Ittihad í Sádi-Arabíu hefur boðið Wilfried Zaha (30) samning upp á 9 milljónir punda á tímabili. Samningur Zaha við Crystal Palace rennur út í sumar. (Mail)

West Ham ætlar að berjast við RB Leipzig og Atletico Madrid um brasilíska miðjumanninn Gabriel Sara (23) hjá Norwich. (Football Insider)

West Ham er einnig að vinna í að fá Jordan Zemura (23) frá Bournemouth sem er í karpi um samningamál. (90min)

Arsenal hefur ekki gefið upp von um að halda Ethan Nwaneri (15) þrátt fyrir áhuga Manchester City og Chelsea á enska miðjumanninum. (Telegraph)

Borussia Dortmund hefur ákveðið að reyna að selja belgíska varnarmanninn Thomas Meunier (31) í sumar þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi. (Calciomercato)

Marco Silva hjá Fulham er talinn líklegur til að taka við stjórastarfinu hjá Tottenham af Antonio Conte. (Sun)

Raul, varaliðsþjálfari Real Madrid og fyrrum sóknarmaður félagsins, kemur til greina til að taka við aðalliðinu þegar samningur Carlo Ancelotti rennur út á næsta ári. (AS)

Allir leikmenn West Ham lækka töluvert í launum ef félagið fellur úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabil. (Telegraph)

Leicester hefur einnig sett klásúlur um launalækkanir við fall í samninga flestra þeirra leikmanna sem félagið hefur fengið að undanförnu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner